Miðvikudagur 08.08.2012 - 11:09 - FB ummæli ()

Viðhöfn

Hjörleifur Stefánsson arkitekt skrifar merkilega grein í Fréttablaðið í morgun sem rétt er að vekja athygli á. Maður hristir eiginlega bara hausinn yfir því sem þar kemur fram.

Sjá hér samantekt Eyjunnar. Hjörleifur fullyrðir beinlínis að menn hafi vísvitandi búið til blekkingaráætlun um rekstur Hörpu.

Eðlilegt er og sjálfsagt að málið verði rannsakað af alvöru. Harpa er staðreynd og rekstur hússins mun vonandi ganga betur á næstunni en verið hefur, en eigi skattgreiðendur að borga brúsann í enn ríkari mæli en útlit var fyrir, þá eiga þeir allan rétt á að fá að vita nákvæmlega hvernig til þessa húss var stofnað.

Hins vegar varð grein Hjörleifs líka til að ég fór að rifja upp tillöguna sem hann stóð að ásamt fleirum. Tillögu Viðhafnar.

Það tónlistarhús hefði orðið mun sérkennilegra en sú sem á endanum reis, hvort sem mönnum finnst hún fallegri eða ekki.

Sjá hér.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!