Fimmtudagur 09.08.2012 - 14:10 - FB ummæli ()

Það má móðga

Ýmis uggvænleg teikn eru á lofti um að mannréttindi kunni að verða minna virt í Rússlandi en æskilegt má telja.

Réttarhöldin gegn Pussy Riot eru dæmi um það.

Við getum sem vinaþjóð Rússlands ekki látið hjá líða að benda Rússum á að það gengur ekki í lýðræðissamfélagi að fólk eigi yfir höfði sér margra ára fangelsi fyrir gjörning eins og þennan sem Pussy Riot flutti í rússnesku kirkjunni.

Vissulega móðguðu stúlkurnar í hljómsveitinni einhverja.

En það á ekki að setja fólk í fangelsi fyrir það.

Allra síst ef móðgunum var í rauninni stefnt gegn stjórnvöldum í landinu. Það er heilagur réttur fólks að mótmæla stjórnvöldum, jafnvel með móðgandi hætti.

Á þessari síðu Amnesty International er undirskriftasöfnun gegn málarekstrinum yfir Pussy Riot.

Ég bið alla þá sem þetta lesa að skrifa nöfn sín þar undir. Það tekur enga stund: Maður skrifar nafnið sitt, kennitölu og netfang – en aðeins nafnið mun birtast á undirskriftalistanum.

Skrifið undir, ég bið ykkur.

Hér er síðan aftur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!