Fimmtudagur 06.09.2012 - 18:20 - FB ummæli ()

Góðir menn kosta, hóhó

Margir réttlæta þá ákvörðun Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra að hækka laun Björns Zoëga svo skyndilega og svo mikið með því að „góðir menn kosta“ og það sé bara staðreynd að borga verði færum stjórnendum há laun, svo þeir fari ekki annað.

Þessar röksemdir heyrðum við einmitt oft í byrjun „góðærisins“ þegar laun bankamanna og annarra foringja fóru allt í einu að hækka upp úr öllu valdi.

Mig minnir fastlega að einna síðast hafi orðið vart við þessa röksemd þegar laun Seðlabankastjóra voru hækkuð allverulega eftir að Davíð Oddsson tók við því starfi.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!