Föstudagur 30.05.2014 - 13:17 - FB ummæli ()

Af virðingu og húmor

Sá góði stuðningur sem Dagur B. Eggertsson og Samfylkingin njóta í Reykjavík á ýmsar stoðir.

Borgin hefur verið prýðilega rekin síðustu árin og það hefur ríkt ró og festa í stjórnsýslunni. Dagur á sinn þátt í því, og borgarstjórnarflokkur sá sem hann leiðir er líka öflugur.

Dagur er því „a safe pair of hands“ eins og það er stundum orðað á ensku. Það má treysta honum. Og hann virkar eins og hann sé enn í stöðugri framför.

Sjálfum hefur mér þótt einna skemmtilegast við Dag af hve mikilli virðingu og þó húmor hann tókst á hendur það óvænta verkefni að vera hjálparkokkur Jóns Gnarr í borginni. Sumir stjórnmálamenn hefðu látið fara í taugarnar á sér að þurfa að standa í skugga svo óvenjulegs samstarfsmanns sem Jóns. Stubbvaxin egó hefðu átt erfitt með að þola það.

En Dagur leysti þetta óaðfinnanlega af hendi. Það sannar manni að hann er engin smásál.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!