Sunnudagur 05.06.2011 - 22:48 - FB ummæli ()

Má ég biðja um glóbal vormíng?

„Veður fer kólnandi,“ sagði veðurfréttamaðurinn í útvarpinu hinn rólegasti nú um kvöldmatarleytið.

Kólnandi?!

Já takk kærlega fyrir.

Undanfarnar nætur hefur verið 4-5 stiga næturfrost í uppsveitum Rangárvallasýslu.

Ég þori ekki einu sinni að hugsa til þess hvernig birkinu mínu upp við Heklurætur líður.

Þessum litlu greyjum sem ég potaði niður í vor, beint oní þessa kulda!

Sveiattan – og svo á að kólna enn.

Er ekki hægt að fjölga flugferðum yfir landinu – láta bíla vera í gangi á nóttunni – fá fleiri álver – eða bara hvað sem er.

Allt til auka glóbal vorming!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!