Mótmæli Harðar Torfasonar á Austurvelli á sínum tíma, og síðan búsáhaldabyltingin sem fylgdi í kjölfarið, höfðu það sér til ágætis að kröfurnar sem settar voru fram voru mjög einfaldar og skýrar.
Mótmælin við þingsetninguna núna voru það hins vegar ekki.
Að minnsta kosti er nú byrjað hefðbundið rifrildi stjórnar og stjórnarandstöðu um það hverju menn hafi verið að mótmæla.
Púff.
Er ómögulegt að taka Hörð Torfason sér til fyrirmyndar?