Það sem hérna kemur fram hefur lengi verið á vitorði allra í fjölmiðlastétt.
Að Þorgerður Katrín hafi ætlað sér að ráða Þorstein Pálsson útvarpsstjóra, en Davíð Oddsson hafi handvalið Pál Magnússon.
Páll sagði náttúrlega ekki frá þessu þegar hann var ráðinn, heldur bauð okkur upp á huggulega sögu um að hann (þá forkólfur hjá 365) hefði laumast á fund Þorgerðar Katrínar til að spyrja hvort hann kæmi yfirhöfuð til greina.
Og hún sagði já, já, því ekki það.
Allt var þetta altso spúespill og makk, makk, makk.
Öðru nafni spilling.