Sunnudagur 02.10.2011 - 18:48 - FB ummæli ()

Svívirða

Sko.

Páll Magnússon er áreiðanlega vænsti maður.

Persónulega.

Ég efast ekkert um það.

Og það getur líka vel verið að hann sé ágætlega flinkur í flestu því sem hann tekur sér fyrir hendur.

En að enginn umsækjandi hafi þótt vera hæfari en hann til að stjórna Bankasýslu ríkisins – hann sem er í vitund okkar gamli spillti og makráði Framsóknarflokkurinn holdi klæddur – það er beinlínis ööööööömurlegt.

Og að því sé haldið fram, eins og gert var í fréttum Stöðvar 2 nú rétt áðan, að ástæðan fyrir því að hann hafi verið ráðinn hafi ekki síst verið „reynsla hans úr stjórnsýslunni“, það er svona nokkurn veginn eins og að segja að réttast væri að hafa Finn Ingólfsson forsætisráðherra af því hann hefur líka svo mikla reynslu úr stjórnsýslunni.

Páll var aðstoðarmaður og trúnaðarmaður framsóknarráðherra á einka(vina)væðingarskeiðinu og í „góðærinu“.

Það er hans reynsla.

Og hún hefur nú verið verðlaunuð með flottu djobbi hjá ríkinu, þar sem hann fær tækifæri til að ráðskast með fé og fyrirtæki okkar í hruninu.

Fyrirgefiði þó ég segi það – en þetta er einfaldlega ekkert annað en svívirða!

Svívirða og ekkert nema svívirða.

Skammist ykkar!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!