Ég keypti í gær neyðarkall björgunarsveitanna fyrir utan Bónus.
Ég er annars ekkert mjög duglegur að kaupa happdrættismiða eða annað þvíumlíkt af líknarfélögum eða hjálparsamtökum eða hagsmunahópum.
Tvennt kaupi ég þó alltaf á hverju ári.
Neyðarkallinn annars vegar og hins vegar álfinn frá SÁÁ.
Mér finnst mér bara bera skylda til.
SÁÁ hafa bjargað lífi og heilsu fjölmargra sem ég þekki, þar á meðal í minni eigin fjölskyldu.
Og björgunarsveitirnar bjarga öllum hinum.