Pawel Bartoszek skrifar í Fréttablaðið í morgun um málefni sem er því miður alltof kunnuglegt.
Hvernig hin svokölluðu „fagráðuneyti“ á Íslandi hafa alltaf litið á sig sem fulltrúa þröngra hagsmunaaðila, ekki þjóðarinnar allrar.
Þetta hefur alltaf verið sérstaklega áberandi í ráðuneytum sjávarútvegs og landbúnaðar.
Sjávarútvegsráðherrar hafa gjarnan talað eins og pólitískur armur útvegsmanna, en landbúnaðarráðherrar eins og þeir séu á launum hjá Bændasamtökunum, ekki þjóðinni.
Það hefur svolítið dregið úr þessu – nema helst hvað Jóni Bjarnasyni viðvíkur, sér í lagi þegar hann er með landbúnaðarráðherrakaskeytið sitt.
Lesið endilega greinina hans Pawels um hörmungina sem þetta leiðir til. Sjá hér.
Þar segir meðal annars:
„Það væri auðvitað æskilegt að ríkið sinnti eðlilegu eftirlits- og stjórnsýsluhlutverki sínu á sviði landbúnaðar, óháð því hvort við endum í ESB eða ekki. En ráðuneytið og hagsmunasamtökin veðja á að geta staðið fyrir utan og haldið þannig áfram samkrullinu. Tala svo um að aðlögun. Já, hver spurði íslenska kjósendur að því hvort þeir vildu vandaðri stjórnsýslu og óháða hagskýrslugerð í landbúnaði? Ha, enginn? Á bara að troða þessu ofan í kokið á þjóðinni?“