Laugardagur 05.11.2011 - 13:19 - FB ummæli ()

Eimreiðarhópurinn og einvígið

Ég rakst óvænt á sjálfan mig í nýjum reyfara eftir Óttar Norðfjörð, sem heitir Lygarinn.

Af vissum ástæðum, sem best er að upplýsa ekkert um, fer aðalsögupersónan að kynna sér sögu Eimreiðarhópsins sem á ofanverðri 20. öld og eitthvað fram á þá 21. var eins konar skuggastjórn Sjálfstæðisflokksins.

Vissulega mjög merkilegt fyrirbæri.

En við leitina rekst þessi sögupersóna á netinu á pistil sem ég skrifaði á gömlu DV-bloggsíðuna mína í nóvember 2008, rétt eftir hrunið, og fjallaði um Eimreiðarhópinn.

Þennan pistil hér, altso.

Það var vissulega svolítið fyndin tilfinning að rekast á sjálfan sig í skáldsögu, þó ég hafi nú ekki fengið að vera nema nafnið í bók Óttars.

Ég ætti kannski að óska eftir stærra hlutverki í næstu bók. Óttar er ósmeykur við að fjalla um raunverulega atburði í sögum sínum.

Þetta er annars bráðfjörug bók. Óttar er reyfarahöfundur af þeirri tegund sem kann að drífa lesandann áfram við lesturinn.

Svo undarlegt sem það er, þá er Eimreiðarhópurinn aðeins annar meginþáttur bókarinnar, en hinn er heimsmeistaraeinvígið í skák í Reykjavík 1972.

Ég kjafta auðvitað engu um það hvernig þessir þættir fléttast saman.

Skákeinvígið er einmitt líka í bakgrunni á nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar, sem ég er líka byrjaður að lesa.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!