Mánudagur 07.11.2011 - 10:26 - FB ummæli ()

Þegar Fischer tapaði

Það er nú ekki meiningin að hefja hér skákblogg en ég get samt ekki stillt mig um að birta hér skák sem mér barst upp í hendurnar í dag.

Eins og ég minntist á um daginn þá var Sverrir Norðfjörð – fyrir utan Friðrik Ólafsson – eini Íslendingurinn sem vann Bobby Fischer í skák um dagana, eftir því sem best er vitað.

Sverrir var þá námsmaður í Kaupmannahöfn og um tvítugt. Hann vann ameríska snillinginn að vísu í fjöltefli, en það er sama. Ef maður vinnur Fischer, þá vinnur maður Fischer.

Hér má sjá mynd af Sverri og Fischer í fjölteflinu.

Þetta er ennþá athyglisverðara en ella, vegna þess að nú hefur Óttar Norðfjörð, sonur Sverris, skrifað glæpasöguna Lygarann. Það er æsispennandi og skemmtileg saga þar sem einvígi Fischers og Spasskys í Reykjavík er annar meginþátturinn, en hinn – eins og ég hef líka minnst á hér í þessu bloggi – Eimreiðarhópurinn gamalkunni.

Skák Sverris og Fischers er skemmtileg, og það er augljóst hvaðan Óttar Norðfjörð hefur sína umtalsverðu fléttuhæfileika sem glæpasagnahöfundur. Sverrir faðir hans fær að vísu verri stöðu en lætur ekki deigan síga og þegar Fischer gefur færi á sér, þá lætur Íslendingurinn til skarar skríða.

1. Rf3 – Rf6. 2. g3 – b6. 3. Bg2 – Bb7. 4. 0-0 e6. 5. d3 – c5. 6. e4 – d6. 7. Rbd2 – Be7. 8. De2 – 0-0. 9. c3 – Rc6. 10. a3 – Dc7. 11. b4 – Had8. 12. Bb2 – Rd7. 13. Rc4 – Hfe8. 14. b5 – Rce5. 15. Re3 – d5. 16. Rd2 – Rf6. 17. f4 – Rg6. 18. e5 – Rd7. 19. d4 – Rdf8.

20. a4 – h6. 21. Hac1 – c4. 22. Dh5 – Hd7.
Svartur er orðinn mótspilslaus með öllu og Fischer hefur nú nægan tíma til að undirbúa öfluga sókn á kóngsvæng. En hann reynir að knýja fram sigur strax og yfirsést honum snjallir mótleikir Sverris.
23. f5? – Bg5. 24. De2?

24. – Rxe5!
Þessi þvingaða mannsfórn tryggir svarti vinningsstöðu og eftir að e-línan opnast er hvítur alveg varnarlaus.
25. dxe5 – Dxe5. 26. Hf3 – exf5. 27. Rdf1 – d4! 28. cxd4 – Bxf3 29. Dxf3 – Bxe3+ 30. Rxe3 – Dxe3+ 31. Dxe3 – Hxe3 32. Hxc4 – Hb3 33. Hc2 – Re6 34. d5 – Rc5. 35. Bd4 – Re4 og Fischer gafst upp.

Ekki oft sem það gerðist! Skákskýringarnar munu vera eftir hinn góðkunna bankamann Margeir Pétursson.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!