Af vissum ástæðum veit ég að nú eru nokkrir leikarar Þjóðleikhússins að æfa leikritið Allir synir mínir eftir Arthur Miller.
Það var frumsýnt á útmánuðum við mikið lof og prís, en sýningar urðu samt af einhverjum ástæðum ekki mjög margar.
Nú verður stykkið sem sagt fært upp aftur, og mér finnst ástæða til að hvetja fólk til að drífa sig. Sýningar verða því miður ekki margar heldur í þetta sinn.
En þetta var frábær sýning. Leikritið reyndist hafa elst mjög vel – fantamikið drama um ábyrgð og sekt og leyndarmál í fjölskyldum.
Og eins og Ólafur heitinn Jónsson sagði (en hann var fremur linmæltur, ef ég man rétt): Legararnir legu mjög vel.