Miðvikudagur 09.11.2011 - 10:27 - FB ummæli ()

Bloggheimar loga

„Bloggheimar loga,“ er orðinn fastur frasi um það þegar eitthvert mál kveikir miklar umræður í samfélaginu.

Ég blogga nú á við hvurn sem er, en verð að viðurkenna að mér finnst þetta orðið dálítið erfitt orðalag.

Sér í lagi ef það er notað trekk í trekk.

Þeir virðast ansi eldfimir, þessir bloggheimar.

Og kannski endar það með því að maður les svona frétt:

„Bloggheimar fuðruðu upp í dag. Slökkviliðið kom á staðinn en fékk ekkert að gert og brunnu bloggheimar til kaldra kola. Þögn ríkir.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!