Fimmtudagur 10.11.2011 - 22:12 - FB ummæli ()

Að nýta jörð

Ég ætla ekki að hella mér út í umræður um hvort Kínverji megi kaupa Grímsstaði á Fjöllum.

En mér fannst merkilegt að heyra til Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi í dag, þegar hann var spurður um skoðun sína á kaupum Kínverjans.

Steingrímur viðurkenndi að vera tregur til og sagði að í sínum huga skipti það meginmáli hvort eigendur jarðarinnar væru heimamenn sem nýttu jörðina, eða utankomandi fólk sem notaði hana í einhverju „öðru skyni“ eins og ég trúi að hann hafi komist að orði.

Það fór ekki milli mála að þegar Steingrímur talaði um að „nýta jörðina“ þá var hann að meina sauðfjárbúskap.

Þetta hljómaði eins og hann liti svo á innst inni að sauðfjárbúskapur væri góður í sveitum landsins, en aðrir atvinnuvegir einhvern veginn síðri.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!