Fimmtudagur 10.11.2011 - 15:38 - FB ummæli ()

Kaldrifjaður brandari

Ég tek undir hvert orð Jónasar Kristjánssonar hér.

Það virðist eitthvað meira en lítið að í dómskerfinu þegar menn eru sýknaðir þrátt fyrir lög sem sérstaklega hafa verið sett til að ná yfir þá.

Það er vissulega ástæða til að kanna, eins og Eygló Harðardóttir hefur farið fram á, hvers vegna orðalagi í hinum upphaflega frumvarpstexta Helga Hjörvar var breytt og hann gerður þannig úr garði að dómarinn taldi lögin ekki nógu skýr.

En umfram allt hljómar það þó eins og kaldrifjaður brandari að dómstólar telji ekki fullnægjandi að vilji löggjafans sé kristalskýr.

Það er lítið gaman í svoleiðis samfélagi.


Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!