Fimmtudagur 10.11.2011 - 08:50 - FB ummæli ()

Sjálfstæðið í hættu?

Umræður um hvort við ættum að ganga í Evrópusambandið snúast ótrúlega oft um þá undarlegu spurningu hvort við „viljum vera sjálfstæð þjóð“.

Sjá til dæmis og nánast af handahófi þetta blogg Eyglóar Harðardóttur þingmanns Framsóknarflokksins.

Eygló segir að þeir sem vilji ganga í ESB reyni að fylla Íslendinga efasemdum um getu þjóðarinnar til að vera sjálfstæð þjóð.

Af hverju þarf maður alltaf að vera að frástagast á þessu?

Reyndar hefur fullveldi þjóða breyst þó nokkuð á síðustu áratugum með aukinni samvinnu. Til dæmis innan Evrópusambandsins. Það er að flestu leyti bara gott og æskilegt.

En eigi að síður eru þjóðir innan ESB sjálfstæðar í öllum hefðbundnum skilningi þess orðs.

Malta, Kýpur, Eistland, Lettland, Litháen, Finnland, Svíþjóð … eru þetta ekki sjálfstæðar þjóðir?

Ekki hef ég heyrt fólk kvarta undan ósjálfstæði eða utanaðkomandi oki í þessum löndum.

Þeir sem eru á móti ESB hafa ýmis rök í pokahorninu.

Við munum takast á um það þegar samningur við sambandið liggur fyrir og þjóðin ákveður sjálf hvort hún vill inngöngu eður ei.

En andstæðingarnir ættu ekki að veifa röksemdum sem eru bara tilbúningur eins og að sjálfstæði þjóðarinnar sé í hættu!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!