Hvað í ósköpunum getur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Bjarna Benediktssyni gengið til að hafa um það samráð sín á milli að svara ekki ósköp eðlilegum spurningum Fréttablaðsins um skoðanir þeirra á helstu málum samtímans?
Sjá hér.
Þetta eru allt spurningar sem ég myndi vilja svör við ef ég ætti að fara að kjósa til formanns í Sjálfstæðisflokknum.
En er kosningin sem sagt bara skúespil, þar sem málefni skipta engu máli?
Og samráð haft til að þagga niður allt sem gæti hugsanlega valdið óþægindum?
Ekki lofar það góðu!
Spurningarnar eru hins vegar góðar.
Þær eru þessar:
„1. Er krónan nothæfur gjaldmiðill eða er rétt að stefna að upptöku annars gjaldmiðils? Hver eru rökin fyrir því?
2. Hver er afstaða þín til kaupbeiðni kínverska fjárfestisins Nubos á Grímsstöðum á Fjöllum?
3. Styður þú hugmyndir um Vaðlaheiðargöng og þá fjármögnunarleið sem þar á að fara?
4. Er þörf á að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og þá hvernig?
5. Hefur verið of langt gengið í niðurskurði heilbrigðiskerfisins? Hefði verið hægt að standa öðruvísi að málum?
6. Fjölmörg fyrirtæki eru í fangi bankanna. Er nægilega vel unnið úr þeim málum og hvernig vildir þú hátta þeim?
7. Á að ganga lengra í að koma til móts við skuldug heimili og fyrirtæki og þá hvernig?
8. Er þörf á breytingum á stjórnarskrá Íslands? Ef svo, hvaða breytingar eru brýnastar?
9. Með hvaða flokki/flokkum vilt þú að Sjálfstæðisflokkurinn starfi eftir kosningar? Eru einhverjir flokkar sem Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vinna með? Vinsamlegast nefnið ákveðna flokka.
10. Gerði Sjálfstæðisflokkurinn einhver mistök í landsstjórninni sem leiddu til hrunsins og þá hver?
11. Hyggst þú breyta innra starfi og starfsháttum flokksins?“
Hvers konar stjórnmálabarátta er það sem neitar að svara spurningum um þau mál sem efst eru á baugi?