Þriðjudagur 23.07.2013 - 20:18 - FB ummæli ()

Mannlíf, auglýsingar og dýralíf á Manhattan

Það er eins og maður hafi aldrei farið í ferðalag, sítuldrandi um New York-ferðina mína.

En hér ætla nú samt að leyfa mér að birta hér fáeinar myndir sem ég tók á Manhattan um daginn. Maður gæti unað sér lengi við að taka myndir af mannlífinu á þessum fjölbreytta og (já!) vinalega stað. Þetta er altso mitt fátæklega framlag.

Lítil kona sektar stóran trukk. Þetta er í einni af hliðargötum Broadway.

Lítil kona sektar stóran trukk. Þetta er í einni af hliðargötum Broadway.

Allskonar fígúrur auglýsa alla hluti á Times Square. Þar er líka hægt að klifra upp í stiga og þá birtist mynd af manni sjálfum á einu stóru auglýsingaskiltanna. Virðulegir Íslendingar á ferð, eins og við sonur minn ungur, létum að sjálfstöðu ekki hafa okkur út í svoleiðis vitleysu!

Allskonar fígúrur auglýsa alla hluti á Times Square. Þar er líka hægt að klifra upp í stiga og þá birtist mynd af manni sjálfum á einu stóru auglýsingaskiltanna. Virðulegir Íslendingar á ferð, eins og við sonur minn ungur, létum að sjálfstöðu ekki hafa okkur út í svoleiðis vitleysu!

Hér mundu kannski sumir segja að auglýsingamennskan væri komin út í nokkrar öfgar.

Hér mundu kannski sumir segja að auglýsingamennskan væri komin út í nokkrar öfgar.

Ekki er mikið dýralíf á Broadway. Þó rákumst við á þennan hest.

Ekki er mikið dýralíf á Broadway. Þó rákumst við á þennan hest.

Allir sem eitthvað hafa horft á amerískt sjónvarp og kvikmyndir þekkja skammstöfunina NYPD - sem stendur fyrir lögregluna í New York. Hún hefur margvísleg farartæki til afnota, eins og sjá má.

Allir sem eitthvað hafa horft á amerískt sjónvarp og kvikmyndir þekkja skammstöfunina NYPD – sem stendur fyrir lögregluna í New York. Hún hefur margvísleg farartæki til afnota, eins og sjá má.

Central Park er miklu stærri, fjölbreyttari og gróskulegri en mig hafði nokkurn tíma grunað. Sums staðar er garðurinn nánast eins og hver annar skógur.

Central Park er miklu stærri, fjölbreyttari og gróskulegri en mig hafði nokkurn tíma grunað. Sums staðar er garðurinn nánast eins og hver annar skógur.

Útimarkaðir eru kannski ekki alveg það sem manni dettur fyrst í hug þegar Manhattan berst í tal. En slíkt er þó auðvitað til þar. Og hvergi hef ég séð ávöxtum og grænmeti raðað jafn snyrtilega upp og þarna.

Útimarkaðir eru kannski ekki alveg það sem manni dettur fyrst í hug þegar Manhattan berst í tal. En slíkt er þó auðvitað til þar. Og hvergi hef ég séð ávöxtum og grænmeti raðað jafn snyrtilega upp og þarna.

Íbúar á Manhattan voru afar vingjarnlegir og alúðlegir, án þess að vera nokkru sinni uppáþrengjandi. En eitthvað var að hjá þessum skötuhjúum. Þau hnakkrifust og hótuðu hvort öðru lífláti hvað eftir annað, en gerðu sig sem betur fór ekki líkleg til að framkvæma þær hótanir.

Íbúar á Manhattan voru afar vingjarnlegir og alúðlegir, án þess að vera nokkru sinni uppáþrengjandi. En eitthvað var að hjá þessum skötuhjúum. Þau hnakkrifust og hótuðu hvort öðru lífláti hvað eftir annað, en gerðu sig sem betur fór ekki líkleg til að framkvæma þær hótanir. Þegar þau leituðu til lögreglumanna til að klaga hvort annað brostu lögreglumennirnir bara góðlátlega og sögðu þeim að drífa sig heim og hætta þessu þrefi. Mér sýndist þau ætla að fara að þeim góðu ráðum.

Fyrirfram hefði ég ekki veðjað á að vænlegt væri að hjóla um miðbæ Manhattan. En þetta gerðu sumir og virtust reyndar aldrei í neinni hættu. Hjólaleigur eru víða í miðbænum.

Fyrirfram hefði ég ekki veðjað á að vænlegt væri að hjóla um miðbæ Manhattan. En þetta gerðu sumir og virtust reyndar aldrei í neinni hættu. Hjólaleigur eru víða í miðbænum.

"Occupy Wall Steet" var mótmælahreyfing sem mjög bar á vestra fyrir nokkrum misserum. Heldur hafði dregið úr mætti hennar og nú voru einu leifarnar þessi hópur fólks sem hélt til við suðvesturhorn Central Park og kallaði sig víst "Occupy Central Park" en stefndi mótmælum sínum fyrst og fremst gegn bankanum Goldman Sachs.

„Occupy Wall Steet“ var mótmælahreyfing sem mjög bar á vestra fyrir nokkrum misserum. Heldur hafði dregið úr mætti hennar og nú voru einu leifarnar þessi hópur fólks sem hélt til við suðvesturhorn Central Park og kallaði sig víst „Occupy Central Park“ en stefndi mótmælum sínum fyrst og fremst gegn bankanum Goldman Sachs.

Þessi söngstúlka hélt til nálægt Central Park og söng og spilaði fyrir fólk. Hún safnaði fé í þessa fagurbleiku tösku fyrir framan sig.

Þessi söngstúlka hélt til nálægt Central Park og söng og spilaði fyrir fólk. Hún safnaði fé í þessa fagurbleiku tösku fyrir framan sig.

Á milli auglýsingaglyssins á Broadway og Times Square og peningamusteranna á Wall Street eru nokkur lágreist hverfi sem svipar meira til evrópskra borga en þeirrar myndar sem við gerum okkur af miðborg Manhattan.

Á milli auglýsingaglyssins á Broadway og Times Square og peningamusteranna á Wall Street eru nokkur lágreist hverfi sem svipar meira til evrópskra borga en þeirrar myndar sem við gerum okkur af miðborg Manhattan.

Mér fannst endilega að þetta hlyti að vera húsið sem prýði Led Zeppelin-albúmið Physical Graffiti. En það er fullt af svona húsum á Manhattan.

Mér fannst endilega að þetta hlyti að vera húsið sem prýðir Led Zeppelin-albúmið Physical Graffiti. En það er fullt af svona húsum á Manhattan.

Stöðuvatn, skógur og skýjakljúfar. Þarna sér yfir stóra stöðuvatnið í Central Park yfir í fína hverfið við 5. Avenue og þær götur.

Stöðuvatn, skógur og skýjakljúfar. Þarna sér yfir stóra stöðuvatnið í Central Park yfir í fína hverfið við 5. Avenue og þær götur.

Setið að tafli á Union Square sunnarlega á Manhattan. Í bakgrunni kynna sig heittrúaðir Gyðingar.

Setið að tafli á Union Square sunnarlega á Manhattan. Í bakgrunni kynna sig heittrúaðir Gyðingar.

 

 

Aðal töffarinn í bænum. Fáninn hans náðist ekki á þessa mynd, en hann sat undir biksvörtum anarkistafána.

Aðal töffarinn í bænum. Fáninn hans náðist ekki á þessa mynd, en hann sat undir biksvörtum anarkistafána.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!