Þriðjudagur 10.12.2013 - 16:51 - FB ummæli ()

Bjarni Benediktsson og „venjulegir Íslendingar“

VG hafa lagt fram breytingatillögur við fjárlagafrumvarpið. Ég hef ekki skoðað þær nákvæmlega en í fljótu bragði fela þær fyrst og fremst í sér að hætta við að lækka gjöld og skatta á sægreifa og auðkýfinga. Það hljómar vel í mínum eyrum.

En ekki í eyrum Bjarna Benediktssonar.

Eins og sjá má hér, sér hann þessum tillögum allt til foráttu, enda felist í þeim skattahækkanir.

Eins og allir muna, þá eru ekki nema tveir sólarhringar síðan Bjarni kynnti tillögur um að hækka framlög til heilbrigðismála með því ekki síst að skerða barnabætur til þeirra verst settu á Íslandi.

Því virðist það skjóta skökku við að hann skuli nú skamma VG fyrir að „seilast í vasa venjulegra Íslendinga“.

Þetta kann að virðast mótsagnakennt, þangað til maður áttar sig á að í augum Bjarna Benediktssonar eru „venjulegir Íslendingar“ þeir sem búa í Garðabæ og eiga fullt af pening.

Hann þekkir enga aðra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!