Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 20.02 2011 - 21:23

Þjóð á að ráða sér sjálf!

Mér finnst ákvörðun forsetans rökrétt og skynsamleg.  Þjóð á að ráða sér sjálf.  Það á hvorki að hafa vit fyrir heimskum þjóðum eða hafa vitið af vitrum þjóðum. Nú er bara að segja Já í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Nú reynir á.

Laugardagur 19.02 2011 - 16:58

Fáum enska útgáfu af þjóðsöngnum!

Fallegt að heyra íslenska þjóðsönginn sunginn við upphaf bikarúrslitaleiks Grindavíkur og KR í körfuknattleik sem sýndur er nú í sjónvarpi.  Gaman í framhaldi af því að heyra að þjálfararnir báðir notuðu ensku þegar þeir töluðu við leikmenn sína í leikpásum þeim sem teknar eru í þessum leik.  Ég er hræddur um að ýmsir myndu snúa […]

Föstudagur 18.02 2011 - 11:10

,,Gömul vinnukona“ gaf orgel!

Var í svefnrofunum að hlýða á öndvegis samantekt um Björgvin Guðmundsson tónskáld sem uppi var í byrjun síðustu aldar og fór til Vesturheims en Íslendingar flýja þetta átaka og miréttis sker með reglulegu millibili og ekki að ástæðulausu.  Lesið var upp úr samtímasögum og ævisögum og fjöldi manna nafngreindur sem höfðu lagt gott eða illt […]

Miðvikudagur 16.02 2011 - 11:51

Guðfræðingar iðnir við kolann!

Hvernig getum við speglað þjóðfélagsmál í ljósi guðfræði og nýtt trúarhugsun í þágu samfélags?  Við erum átta guðfræðingar sem bjóðum til samræðu tveimur og hálfu ári eftir hrun.  Málþingið verður haldið á Sólon fimmtudaginn 17. febrúar kl. 17:30 og undir yfirskriftinni: Og hvað svo? Hvert stefna Íslendingar?  Nokkur örerindi verða flutt og rædd:  Þjóðardjúpið og […]

Þriðjudagur 15.02 2011 - 14:04

Staðgönguflýtir- Eru þingmenn að fara fram úr sér?

Það sem umræðir hér er spurningin um staðgöngumæðrun. Tilefnið er tillaga til Þingsályktunar á þingskjali 376 um staðgöngumæðrun 310 mál 139. Löggjafarþings. Málið gengur út á það að heilbrigðisráðherra skipi starfshóp sem undirbúi frumvarp til lkaga sem heimili staðgöngumæðrun og verði frumvarpið lagt fram ekki síðar en 31. mars 2011.  Hugtakið  staðgöngumæðrun felur í sér […]

Miðvikudagur 09.02 2011 - 21:55

Er malid fullraett?

Er stadgongumaedrun fullraedd eda oraedd? Thetta mal hefur i ollu falli margar hlidar og sennilega rett ad anda med nefinu thegar ad thvi kemur! Í ljósi umræðu síðustu vikna um hvort leyfa eigi staðgöngumæðrun á Íslandi gengst Þjóðmálanefnd kirkjunnar fyrir stuttu málþingi um álitamál tengd staðgöngumæðrun þar sem fjallað verður um málefnið á nótum siðfræði, […]

Þriðjudagur 01.02 2011 - 14:19

Búrkur og annar sérútbúnaður!

Eitt megineinkenni vestrærænnar menningar er að hver einstaklingur fái að fara sínu fram án þess að það raski um of ró annarra. þannig megi hver og einn klæðast að vild innan striks sem markast af blygðunarsemi þeirra sem komnir eru af léttasta skeiði og aðhafast flest það sem ekki brýtur á frelsi annarra.  Oftar en […]

Mánudagur 31.01 2011 - 13:42

Málþing um staðgöngumæðrun 14. febrúar

Þjóðmálanenfnd Þjóðkirkjunnar heldur málþing um staðgöngumæðrun á toginu í Neskirkju 14. febrúar kl. 12:00.  Tilefnið er þingsályktunartillaga sem gerir ráð fyrir að staðgöngumæðrun verði leyfð hér á Íslandi. Fjöldamörg álitaefni eru þarna á ferð og munu dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, og guðfræðingarnir og siðfræðingarnir Irma Sjöfn Óskarsdóttirog Baldur Kristjánsson tjá sig um málið í knöppum […]

Miðvikudagur 26.01 2011 - 17:27

Þriðja VALDIÐ!

Hæstiréttur er þriðja VALDIÐ.  Það skiptir HÖFUÐmáli hverjir sitja þar. Íslenskir vinstri menn sjá til þess að hér situr yfirleitt hægri sinnuð stjórn.  Þess vegna sitja í dómnum íhaldssamir lagahyggjumenn.  Hafa íslenskir vinstri menn, sem eru sumir í Framsókn,  hugleitt það að taka  sig saman og stjórna landinu í u.þ.b. tuttugu ár og jafna svolítið leikinn?  þeir […]

Mánudagur 17.01 2011 - 15:18

Óþægilegar minningar rifjast upp!

Ég kipptist 50 ár aftur í tímann þegar ég renndi yfir óopinberan leiðara Agnesar Bragadóttur í Sunnudagsblaði Moggans þar sem hún fjallar um ,,hálfvitahátt“ Jóns Gnarr og Dags eins og hún orðar það og skrifið allt í þessum anda. Verið að fjalla um pólitíska óvini(að fréttablað skuli eiga sér pólitíska óvini er nú skrítið út […]

Höfundur