Ég ætla ekki að hafa mikla skoðun á Landsdómskærunni gegn Geir Haarde.
Nema mér finnst undarleg sú gífurlega hneykslun sem margir hafa lýst vegna kærunnar.
Ef lög um ábyrgð ráðherra eiga yfirleitt að vera til staðar í lögum, um hvað eiga þau að gilda ef ekki algjör efnahagshrun og hugsanlega ábyrgð ráðamanna á því?
Hitt get ég tekið undir að það er óneitanlega svolítið skrýtið að Geir einn sé leiddur fyrir Landsdóminn.
En þá er líka rétt að vekja á þessum pistli Björgvins Vals.