Þriðjudagur 06.09.2011 - 17:41 - FB ummæli ()

Belgíska hættan?

Einu ætlaði ég að vekja athygli á um daginn, en gleymdi því.

Geri það þá bara núna.

Það er í sambandi við merkilegar upplýsingar sem fram komu í viðtali í sjónvarpinu við Jón Orm Halldórsson.

Það var viðtal við hann um Kínverja í tilefni af kaupum kínverska afhafnaskáldsins (aldrei þessu vant er líklega í lagi að nota þetta orð!) á Grímsstöðum á Fjöllum.

Og þá upplýsti Jón Ormur dálítið sem kom mér á óvart.

Eins og fleiri hef ég staðið í þeirri trú að fjárfestingar Kínverja erlendis væru beinlínis tröllauknar á síðustu árum.

Þeir væru nánast búnir að kaupa upp heilu löndin í Afríku og seildust nú til gífurlegra fjárfestinga í Evrópu, Ameríku og víðar.

Þannig hefur verið talað um Kínverja á undanförnum misserum.

En Jón Ormur sagði það af og frá.

Vissulega hefðu fjárfestingar Kínverja erlendis aukist frá því sem þær voru – en þær voru líka næstum engar.

Núna væru þær samt ekki meiri en svo að þær slöguðu upp í svipaða upphæð og Belgar fjárfestu fyrir erlendis á hverju ári.

Ekki margir óttast fjárfestingar Belga, held ég.

Það er kannski ágætt að vita af þessu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!