Þetta er opinber fyrirspurn til Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra:
1. Telur þú, Steingrímur, að vel hafi verið valið þegar Páll Magnússon var valinn forstjóri Bankasýslu ríkisins? Þá sérstaklega með tilliti til þess að hann hafði sem kunnugt er minnsta reynslu og minnsta menntun umsækjenda, en var aftur á móti innsti koppur í búri þegar bankarnir voru einka(vina)væddir á sínum tíma og náinn aðstoðarmaður ýmissa framsóknarmanna hvers tími í opinberri „þjónustu“ við héldum að væri liðinn.
2. Ef þú telur að ekki hafi verið vel valið, hvað ætlar þú þá að gera í því?
Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands mega alveg svara þessari spurningu líka!