Sunnudagur 13.11.2011 - 16:41 - FB ummæli ()

Berbar

Hérna er prýðileg grein sem Vera nokkur Illugadóttir skrifaði fyrir fáeinum dægrum í það skemmtilega veftímarit Lemúrinn. Og vekur ágæta athygli á því að málefni Miðausturlanda og Norður-Afríku eru gjarnan töluvert flóknari en við teljum, þegar við stimplum alla sem þá búa einfaldlega Araba.

Berbar eru merkileg þjóð með merka og langa sögu, sem teygir sig allt aftur til Júgúrtha kóngs sem atti kappi við þá Maríus og Súlla, og jafnvel lengra aftur.

Mín góða móðir Jóhanna Kristjónsdóttir hefur nú þegar unnið þrekvirki við að kynna Íslendingum hið flókna og spennandi mannlíf Miðausturlanda og Norður-Afríku, sjá til dæmis heimasíðuna hérna.

Og með skrifum eins og á Lemúrnum er fetað í þau fótspor.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!