Í DV í dag má lesa mjög nöturlega frásögn úr hinu svonefnda „skemmtanalífi“ á Íslandi.
Þar segir af karli á öndverðum fertugsaldri sem fer út að kvöldi með kærustu sinni og „pikkar upp“ drukkna táningsstúlku til að flikka upp á hnignandi hjónalíf sitt.
Og fer meira að segja, að því er heimildarmenn blaðsins herma, að væla í barnungri stúlkunni um einhverja hnökra í sambúðinni, og það standi upp á hana að bjarga sambandi þessa ókunnuga fólks.
Með líkama sínum!!