Fyndin er frétt kanadíska blaðsins um hinar miklu áhyggjur sem kanadíski herinn hefur af mögulegum umsvifum Kínverja á Íslandi.
Ég held nú að mergurinn málsins leynist í þessari setningu:
„Senior figures in Canada’s military believe this is why Canada needs more ice breakers, ships and submarines.“
Eða: „Háttsettir menn í Kanadaher telja að þess vegna þurfi Kanada fleiri ísbrjóta, skip og kafbáta.“
Það er sem sagt víðar en hér sem strákar vilja allt til vinna að smíða meira dót.