Sunnudagur 04.03.2012 - 12:02 - FB ummæli ()

Við munum ekki taka upp kanadískan dollar

Við erum ekki að fara að taka upp kanadískan dollar.

Það er einfaldlega of skrýtin hugmynd til að þurfi að ræða hana öllu frekar.

Við gætum eins tekið upp hinn eþíópíska birr.

En hins vegar eru umræðurnar um kanadíska dollarinn til merkis um að æ fleiri horfast nú í augu við að íslenska krónan er ónýt – og ekki bara ónýt, heldur beinlínis skaðleg.

Augljósasti kosturinn fyrir okkur er að taka upp evru, en það vilja ýmsir ekki vegna pólitískrar andstöðu við Evrópusambandið.

Þá spretta upp svona furðuhugmyndir eins og um kanadíska dollarinn.

Þær munu ekki verða að veruleika, en það er þó altént gott að menn reikna ekki lengur með okkar sjálfdauðu krónu.

Eftir því sem umræðunni vindur fram munu sjálfsagt æ fleiri sættast á þá niðurstöðu að evran sé eini raunhæfi kosturinn – með eða án inngöngu í Evrópusambandið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!