Mánudagur 05.03.2012 - 19:42 - FB ummæli ()

Hvernig getur Geir sagt þetta?

Hvernig getur Geir Haarde sagt að hann hafi varla veitt athygli stofnun Icesave-reikninga í Hollandi sumarið 2008, fimm mínútum fyrir hrun?

Reikninga sem áttu eftir að verða okkur heldur betur dýrir!

Ég tók eftir því þegar reikningarnir fóru af stað, og man að ég hugsaði með mér:

Nú, þá er nú Landsbankinn varla mjög illa staddur, fyrst hann má og getur þetta.

Dæmalaust vitlaust hugsað hjá mér, það rann upp fyrir mér um haustið.

En ég var heldur ekki forsætisráðherra, og ég var ekki seðlabankastjóri og ég var ekki formaður Fjármálaeftirlitsins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!