Miðvikudagur 07.03.2012 - 14:24 - FB ummæli ()

Spilling!

Það er ástæða til að vekja athygli á nýrri Facebook-færslu Helga Seljan:

„Úr fréttum RÚV í vikunni: „Ráðherra í ríkisstjórn Jens Stoltenberg í Noregi sagði af sér í dag. Hann veitti ungliðahreyfingu flokkks síns ráuneytisfé. eftir að hafa brotið reglur um fjárstuðning við eigin flokk. Óvíst er hve lengi ríkisstjórnin heldur meirihluta á þingi.“ Árið 2007 flutti Kastljós fréttir af því að utanríkisráðherra Framsóknarflokksins hefði veitt ungliðahreyfingu flokks síns ráðuneytisfé. Hvað gerðist? Jú, ekkert.“

Þetta er mjög réttmæt ábending hjá Helga.

Í Noregi er þetta mál litið mjög alvarlegum augum, hér var þetta stormur í vatnsglasi svolitla stund og svo gleymdu því allir.

Ég líka.

Er ekki kominn tími til að breyta hugarfarinu – og gera spillinguna, stóra sem smáa, útlæga?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!