Fimmtudagur 04.10.2012 - 22:02 - FB ummæli ()

Ísland eins og það leggur sig

Veftímaritið Lemúrinn, sem þau Helgi Hrafn Guðmundsson og Vera Illugadóttir, halda úti er löngu orðið eitt skemmtilegasta blómið í hinum íslenska netgarði.

Sjá hér.

Þar ægir öllu saman, en flestallt stórskemmtilegt og áhugavert.

Meðal þess sem þau Helgi Hrafn og Vera hafa verið að gera undanfarið er að þefa uppi merkilegar ljósmyndir frá Íslandi fyrri tíma, og full ástæða er til að vekja athygli á aldeilis frábæru myndasafni sem þau hafa nú fundið á hollensku netsafni.

Þetta eru myndir sem hollenskur ljósmyndari tók árið 1934.

Stórmerkilegar myndir, eins og hér má sjá.

Íslenskir listamenn, alþýðufólk, landslag, náttúra og mannvirki – allt er þetta til staðar á þessum stórmerkilegu myndum.

Það er ástæða til að hvetja fólk til að skoða þessa dásemd.

Það má svo að lokum geta þess að ég hef sannfrétt að eftir þau Helga Hrafn og Veru muni koma út bók nú í haust, þar sem  þau sinna einhverju af sínum fjölmörgu áhugamálum.

Og allra síðast má koma fram að þau reka líka Facebook-síðu Lemúrsins, og sá sem fylgist með henni á FB, fær jafnóðum allar fréttir af nýju efni á síðunni.

Ef menn „læka“ FB-síðuna geta þeir því fylgst með efni Lemúrsins.

Hérna.

Endilega lækið Lemúrinn!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!