Laugardagur 09.02.2013 - 18:15 - FB ummæli ()

Ótímabært sáttatal?

Ræða Árna Páls Árnasonar formanns Samfylkingarinnar fyrir viku var að mörgu leyti góð. Hann er skeleggur maður.

En var sú áhersla sem hann lagði á frið og sættir ef til vill ótímabær?

Ég vil endilega sættir og frið í sem flestum málum – en jafnvel friðurinn verður ekki keyptur hvaða verði sem er.

Og svo ég vitni í sjálfan mig hér, þá eru við þau öfl að eiga í samfélaginu sem líta á frið og sættir eingöngu sem undirgefni við eigin sjónarmið.

Og hagsmuni.

Og sjáum við kannski áhrifin nú þegar?

Einmitt þau sömu öfl reikna nú greinilega fastlega með því að mál sem þau telja hættulegust sínum sérhagsmunum – stjórnarskráin, fiskiveiðifrumvarpið – þeim verði nú þegjandi og hljóðalaust stungið oní skúffu.

Varla held ég að Árni Páll hafi verið kosinn til þess.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!