Þriðjudagur 21.05.2013 - 21:54 - FB ummæli ()

Umhverfisráðuneytið í reynd lagt niður: Eruði að grínast?!

Ný ríkisstjórn tekur við á morgun. Það verða næg tækifæri til að skrifa um hana þegar stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan liggur fyrir, en vitaskuld vona ég að stjórninni muni takast vel upp.

En eitt vekur beinlínis skelfingu af því sem þegar hefur frést.

Framsóknarflokkurinn ætlar að slá saman landbúnaðar-, sjávarútvegs- og umhverfisráðuneytunum.

Við vitum hvernig það fer.

Umhverfisráðuneytið hefur í raun verið lagt niður.

Það er að minnsta kosti ekki hægt að skilja það öðruvísi, ef rétt er.

Krakkar mínir!

Umhverfismál verða mál málanna á komandi tímum – og eru það raunar nú þegar.

Einmitt þá ætlar Framsóknarflokkurinn að gera umhverfismál að skúffu í landbúnaðar- og sjávarútegsráðuneytunum.

Ekki byrjar það vel.

Nei, það byrjar hræðilega.

Hlýtur þetta ekki annars að vera eitthvert grín?

Ég trúi því ekki að þetta eigi að gera árið 2013!

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!