Sunnudagur 08.09.2013 - 10:52 - FB ummæli ()

Engin ástæða til svartsýni

Allt er á leiðinni lóðbeint til andskotans eins og við vitum.

Sérstaklega fjölmiðlarnir – eins og við vitum.

Eða er það ekki?

Ja, nú fáum við tækifæri til að kanna hvort eitthvað er til í ótta fólks við að net- og farsímavæðing fjölmiðlanna hljóti að hafa í för með sér að þeir þynnist út.

Á síðustu tveim þrem vikum hafa sprottið upp tveir nýir fjölmiðlar sem ætla að hasla sér völl eingöngu á netinu.

Kjarninn kom fyrstur.

Afar metnaðarfullur fjölmiðill sem ætlar sér að kafa djúpt í hlutina.

Og lofar mjög góðu.

Sjá hérna.

Nú er svo Skástrik komið fram á sjónarsviðið líka. Þar ætla menn að fara aðra leið en Kjarninn, sem ætlar að lifa á auglýsingum.

Skástrik verður áskriftarrit.

En hérna er hægt að skoða fyrsta eintakið – það lofar líka mjög góðu.

Í þeim sviptingum sem væntanlega munu standa í samfélaginu næstu misseri verða góðir fjölmiðlar hvorki meira né minna en lífsnauðsynlegir.

Ég ætla því að vona að fólk taki báðum þessum nýju miðlum vel.

Það er engin ástæða til svartsýni meðan jafn mikill metnaður ríkir og hjá aðstandendum þessara tveggja fjölmiðla.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!