Laugardagur 23.11.2013 - 11:33 - FB ummæli ()

Háski í hafi

Ég var að búa til bók, Háski í hafi heitir hún, og safn frásagna um sjóslys á Íslandi á árunum 1901-1906.

Því miður er af nógu af taka.

Þarna eru margar afar dramatískar frásagnir, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið. Á þessum tíma voru slysavarnir á Íslandi varla til, og tugir manna létu lífið við strendur landsins á hverju einasta ári og oft alveg að óþörfu.

Þarna er farið yfir samskonar efni og gert var í bókaflokknum Þrautgóðir á raunastund sem kom út fyrir nokkrum áratugum og lesinn var upp til agna.

Þetta er bók handa alþýðu manna, og mér finnst nauðsynlegt að Íslendingar þekki þennan hluta sögu sinnar.

Ég vona að sem flestir hafi gaman af, þótt orðið „gaman“ sé kannski ekki rétta orðið yfir sumar þær frásagnir sem þarna er að finna.

Gunnar Karlsson gerði þessa frábæru kápumynd sem sýnir aðdragandanum að einu hörmulegasta slysinu sem frá er sagt þegar meira en 20 manns og 15 kindur tróðust um borð í einn árabát sem lagði upp undan Eyjafjöllum og stefndi til Vestmannaeyja.

Enginn um borð kunni að synda.

Hvað á að kalla svona glannaskap annað en glæp? En ekki varð þetta til að koma slysavarnarmálum af stað.

En sem betur fer er líka að finna í bókinni gleðilega frásagnir af björgunarafrekum og næstum ótrúlegum hetjudáðum.

Háski í hafi fæst í öllum bókabúðum á landinu!

haski-hafi-kapa

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!