Fimmtudagur 06.03.2014 - 20:21 - FB ummæli ()

Eiga þeir það skilið?

Hvort sem menn hneigjast til að vera fyrirfram hlynntir aðild að ESB eða ekki, þá ættu allir að geta verið sammála um að þetta hér sé mergurinn málsins:

Það getur haft vond áhrif að slíta formlega viðræðum við ESB. Hversu vond þau áhrif verða eða gætu orðið, það vitum við ekki fyllilega.

Þótt fjölmargir hafi reynt að sýna ríkisstjórninni fram á það.

Formleg slit á viðræðum munu hins vegar gleðja fáeina af allra mestu andstæðingum ESB á Íslandi – þann hóp sem lætur sig einu gilda hvort við gætum haft hag af ESB-aðild, því þeim er mikilvægara að „halda árunni hreinni“.

En við hin munum ekki græða neitt á því að slíta nú viðræðunum.

Ekki við sem þjóð. Við munum ekki græða neitt.

Af hverju ættum við þá að gera það fyrir þessa fáeinu hreinlífismenn?

Hafa þeir gert okkur þvílíkt gagn að þeir eigi skilið að við skellum dyrum á Evrópu bara svo þeim líði betur?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!