Þriðjudagur 20.05.2014 - 21:30 - FB ummæli ()

Sægreifarnir eru óvinirnir

Sægreifarnir hafa lengi skákað í því skjólinu að þeir séu hinir sönnu vinir þess fólks sem býr utan höfuðborgarsvæðisins.

Óvinir fólksins í sjávarbyggðunum séu skeytingarlaust kaffihúsahyski úr Reykjavík.

Þetta hefur auðvitað aldrei verið satt.

Og sjaldan hefur þessi lygi verið auðsæ og þessa dagana.

Auðvitað ættu stjórnvöld í landinu að taka nú ærlega til hendinni og gera sægreifunum ljóst hverjir eiga auðlindina sem þeir græða svo botnlaust á.

En því miður eru núverandi stjórnvöld í vasanum á sægreifunum.

Ég tek ofan minn andlega hatt fyrir frændfólki mínu á Djúpavogi og öllum öðrum sem reyna að sporna gegn grægði og skeytingarleysi sægreifanna um annað fólk í þessu landi.

Af einhverjum ástæðum get ég ekki birt hér hið mynd af hinu áhrifaríka vídjói þeirra Djúpavogsbúa, en hér að neðan er linkur á það.

Horfið á það öll – og íhugið svo hvað þið getið gert til að sporna gegn því Íslandi ójöfnuðar sem fylgir sægreifunum.

Hér er myndbandið.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!