Mánudagur 12.01.2015 - 22:46 - FB ummæli ()

Horfumst í augu við það

Alveg burtséð frá allri pólitík, sem við getum haft misjafnar skoðanir á, burtséð frá hinni makráðu hægristefnu Framsóknarflokksins nú um stundir, burtséð meira að segja frá daðrinu við útlendingafjandskapinn, já, burtséð frá þessu öllu, þá er eitt nú orðið sorglega augljóst:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson veldur ekki starfi forsætisráðherra.

Hann er stöðugt í tómu klúðri og bregst svo við með varnarhroka, yfirgangi og sjálfhverfri paranoju. Hann veldur ekki starfinu, punktur.

Horfumst í augu við það og fáum hann til að horfast í augu við það líka. Við erum kannski vitlaus, en við eigum ekki skilið forsætisráðherra sem ræður ekki við starf sitt.

Og hann á sjálfur ekki skilið að bramboltast svo hryggilega í djobbi sem hann á ekki heima í.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!