Þriðjudagur 14.07.2015 - 23:41 - FB ummæli ()

Sæll aftur þjófur, varstu á ferð í Álakvísl?

Þú hefur því miður ekki enn séð sóma þinn í að skila hjólinu góða sem þú stalst frá henni dóttur minni fyrir tveimur sólarhringnum.

11411928_10206027163017079_2343148285006131403_oSjá þennan pistil hér.

Það er illa gert af þér að vera ekki búinn að skila því, því þótt þetta sé ekkert rándýrt hjól, þá er það fallegt og skemmtilegt og stúlkunni þykir vænt um það.

Og hún á það, ekki þú. Gerðu nú það eina rétta og skilaðu hjólinu. Þú getur komið því aftur á sinn stað á Leifsgötu 10, eða látið okkur vita á Facebook eða með öðrum hætti.

Vertu nú svo elskulegur.

Ég fékk í kvöld ábendingu frá manni sem sagðist hafa séð manneskju á þessu hjóli að hjóla um Álakvísl, svona milli átta og níu í kvöld.

Kannski missýndist manninum og ef svo var, þá hlýt ég að biðja velvirðingar íbúa þar um slóðir að varpa skugga þessa leiðindamáls á þá.

En ef þetta varst þú, þá býrðu kannski í því hverfi eða þar í grennd. En hvar sem þú býrð, blessaður vertu, skilaðu nú hjólinu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!