Mánudagur 13.07.2015 - 21:55 - FB ummæli ()

Kæri þjófur

Fyrir tæpum sólarhring eða svo stalst þú þessu hjóli við Leifsgötu 10 í miðborg Reykjavíkur.

11411928_10206027163017079_2343148285006131403_oÞað var vand-lega læst svo þú þurftir að hafa þó nokkuð fyrir því að komast með það burt. En það tókst sem sé.

Það er hún Vera dóttir mín sem á þetta hjól, ekki þú. Hún keypti sér það fyrir þó nokkra tugi þúsunda sem hún aflaði sér með sinni eigin vinnu. Það var ekki hugsun hennar að vinna sleitulaust í lengri tíma svo þú gætir eignast hjól.

Né heldur hefur hún nostrað við það síðan, svo þú getir verið að sperra þig á því á götunum.

Henni þótti strax vænt um hjólið sitt, og finnst afar súrt í broti að þú skulir hafa stolið því.

Svo nú væri best að þú skilaðir einfaldlega hjólinu. Það væri heiðarlegast, og það býr nú í þér heiðarleg taug, er það ekki?

Þú gætir skutlast með það aftur á Leifsgötu, eða látið annaðhvort okkar vita hvar hægt væri að nálgast það. Við erum bæði auðfinnanlega á Facebook, til dæmis.

Gerðu þetta nú – þetta er ekki þitt hjól.

En ef einhverjir aðrir sjá nú hjólið, þá bið ég þá endilega að láta okkur vita. Hjólsins er sárt saknað.

Og sá sem nú skartar því á ekkert í því.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!