Færslur fyrir flokkinn ‘Fjölbreytileiki’

Þriðjudagur 21.02 2012 - 14:11

Fyrir hvað stendur þú?

Kæru unnendur líkamsvirðingar. Munið þið eftir bandarísku herferðinni sem við sögðum frá um daginn? Þar gat fólk sent inn myndir af sér ásamt slagorðum um hvað það vildi standa fyrir (eða gegn) í stríðinu um líkamann. Nú ætlum við að fara af stað með svipaða herferð hérlendis og köllum eftir fólki sem vill taka þátt. Við viljum vekja íslenskt […]

Laugardagur 19.11 2011 - 09:45

Siglt undir fölsku flaggi

Góð vinkona benti mér á konu að nafni Nancy Upton. Nancy þessi ákvað að taka þátt í keppni á vegum bandaríska tískuvörurisans American Apparel en þeir stóðu fyrir auglýsingaherferð þar sem þeir ákváðu að auka úrvalið í verslunum sínum og bjóða upp á „plus-size“ föt, það er föt fyrir konur sem nota stærri flíkur en […]

Þriðjudagur 06.09 2011 - 21:27

Meira um Möggu

Hér má finna nokkrar skemmtilegar útfærslur á því sem gerist næst í lífi Möggu litlu sem var send í megrun fyrir skemmstu:

Laugardagur 11.06 2011 - 09:25

Foreldrafordæming

Síðustu helgi birtist dapurleg umræða í Fréttatímanum þegar næringarfræðingur hjá MATÍS opinberaði þá skoðun sína að réttast væri að taka feit börn af foreldrum sínum ef þeim tækist ekki að megra þau. Þetta er einkar öfgakennd útgáfa af þeirri fordæmingu í garð foreldra sem gjarnan kemur fram í umræðu um offitu barna. Foreldrar sjá jú um innkaup og matseld á heimilinu […]

Föstudagur 03.06 2011 - 10:41

Íþróttaiðkun barna

Alveg er ég næstum því sammála þessari grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Það er glatað að búið sé að binda svo um hnútana í íþróttastarfi barna að þeim bjóðist almennt ekki að stunda hreyfingu án stigvaxandi pressu um ástundun, keppni og afrek. Af hverju er ekki hægt að æfa sund tvisvar í viku […]

Þriðjudagur 22.02 2011 - 21:55

Vonbrigði

Ég er hef lengi beðið eftir því að feit manneskja verði sýnd í jákvæðu ljósi í sjónvarpi. Í gærkvöldi munaði mjóu að sá draumur hefði ræst þegar dæmigerður sætur strákur í sjónvarpsþættinum Glee féll fyrir feitu stelpunni í bekknum. Það verður þó að segjast að tilraun höfunda þáttanna til að brjóta niður staðalmyndir varð, þegar […]

Föstudagur 05.11 2010 - 10:02

Áfram allskonar!

Flott myndband við frábært lag frá Caribou til að taka ykkur inn í föstudaginn. Segið svo að fegurð geti ekki verið allskonar…

Fimmtudagur 12.08 2010 - 17:29

Samfélagsbreytingar

Hinsegin dagar gera mig alltaf svo glaða. Þetta er auðvitað gleðihátíð svo hvernig er annað hægt? En þessir dagar gefa mér líka svo áberandi staðfestingu á því að samfélagsbreytingar eru mögulegar. Það er erfitt að efast um að hægt sé að breyta samfélaginu þegar sönnunin blasir við í allri sinni dýrð. Auðvitað þarf ég samt […]

Föstudagur 09.07 2010 - 13:10

Hold er heitt

Þessi grein birtist í Wahington Post í fyrradag. Það er svo ótrúlega gaman að sjá þessi litlu merki um að veröldin sé að breytast. Mark my words. Eftir nokkra áratugi verður alveg jafn skrýtið að hugsa til þess að eitt sinn hafi allir átt að vera grannir og manni finnst skrýtið í dag að hugsa til þess […]

Miðvikudagur 30.06 2010 - 09:01

Ertu ólétt?

Ég hef verið að hugsa mikið um þessa spurningu undanfarið. Kannski af því ég er sjálf nýbúin að vera ólétt og man eftir vandræðaganginum. Ég er mjög fljót að láta á sjá og því var suma í kringum mig farið að gruna að ég væri með barni áður en fréttirnar urðu opinberar. En enginn þorði […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com