Færslur fyrir flokkinn ‘Líkamsvirðing’

Þriðjudagur 27.08 2013 - 21:57

Líkamsvirðingarskilaboð frá Special K

Þegar snyrtivörufyrirtækið Dove hóf að auglýsa vörur sínar með boðskap um jákvæða líkamsmynd og fjölbreytileika undir yfirskriftinni Real Beauty voru (og eru) á því ansi skiptar skoðanir. Sumum fannst fáránlegt að snyrtivörufyrirtæki héldi á lofti boðskap um heilbrigða líkamsmynd þegar það er á sama tíma að viðhalda þeirri hugmynd að hlutverk kvenna sé að vera […]

Sunnudagur 27.01 2013 - 14:02

Leiðarvísir að heilsurækt óháð holdafari

Ég hef nokkrum sinnum verið beðin um leiðbeiningar varðandi hvernig hægt er að stunda  heilsurækt án þess að áherslan sé á þyngd eða þyngdarbreytingar. Það er sáraeinfalt. Þú gerir bara nákvæmlega það sama og venjulega nema þú sleppir því að pína líkama þinn, hunsa þarfir hans eða rembast við að breyta honum. Í praxís lítur […]

Föstudagur 18.01 2013 - 09:59

Janúarátak Samtaka um líkamsvirðingu

Janúar er mánuður átaka. Þetta er sá tími þegar fólk setur sér markmið og strengir þess heit að gera betur á nýju ári. Eitt algengasta áramótaheitið er að koma sér í form og er það eflaust eitt það besta sem fólk getur gert fyrir sjálft sig. Ef þau fjölþættu og jákvæðu áhrif hreyfingar á líkamsstarfsemina […]

Fimmtudagur 27.12 2012 - 15:33

Heilsutrend ársins 2012

  Líkamsvirðing var talin upp sem eitt af heilsutrendum ársins 2012 í Fréttatímanum núna fyrir jólin…á eftir blandaðri bardagalist, steinaldarmataræði, Zumba og snorkli!  „Heilbrigð líkamsímynd: Nokkur umræða skapaðist á árinu, á Íslandi jafnt sem ytra um tengslin á milli heilbrigðis og líkamsgerðar. Ljóst þykir að ekki sé endilega samasemmerki á milli líkamsstærðar og heilbrigðis. Með […]

Föstudagur 28.09 2012 - 12:23

Lady Gaga og líkamsvirðingarbyltingin hennar

Ég endaði mína síðustu færslu á því að tjá litla tiltrú á Lady Gaga. Ég vonaði að hún sneri þyngdaraukningu sinni upp í eitthvað jákvætt en hélt þó að hún myndi láta undan þrýstingi fjölmiðla og grenna sig í snatri. Það sem ég heyrði fyrst af hennar viðbrögðum virtist svo vera smá þversagnakennt; hún sagðist […]

Sunnudagur 13.05 2012 - 10:27

Takk Ísland!

Fyrir viku lauk herferðinni Fyrir hvað stendur þú? sem hrundið var af stað  í tilefni Megrunarlausa dagsins 6. maí. Alls tóku tæplega 200 manns á öllum aldri þátt í herferðinni með því að senda inn myndir af sjálfum sér ásamt jákvæðum skilaboðum um útlit og heilsu og enn fleiri studdu átakið með hvatningarorðum. Eins og […]

Þriðjudagur 13.03 2012 - 21:00

Samtök um líkamsvirðingu

Í dag voru stofnuð Samtök um líkamsvirðingu. Samtökin hafa það að markmiði að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsmynd og heilsueflingu óháð holdafari. Sömuleiðis munu samtökin gera sitt til að vinna gegn útlitsdýrkun og fitufordómum í samfélaginu. Það er von okkar að hér megi rísa öflug hreyfing gegn öllum þeim óheilbrigðu og jafnvel […]

Þriðjudagur 21.02 2012 - 14:11

Fyrir hvað stendur þú?

Kæru unnendur líkamsvirðingar. Munið þið eftir bandarísku herferðinni sem við sögðum frá um daginn? Þar gat fólk sent inn myndir af sér ásamt slagorðum um hvað það vildi standa fyrir (eða gegn) í stríðinu um líkamann. Nú ætlum við að fara af stað með svipaða herferð hérlendis og köllum eftir fólki sem vill taka þátt. Við viljum vekja íslenskt […]

Laugardagur 04.02 2012 - 15:32

Stöndum saman!

Í ársbyrjun ýtti Íslandsvinurinn Marilyn Wann út vör mótmælaherferð gegn afar umdeildum auglýsingum á vegum Barnaheilsugæslunnar í Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum þar sem dregið er fram hversu ömurlegt hlutskipti það sé að vera feitt barn og gefið í skyn að það sé foreldrum þeirra að kenna. Einnig má lesa úr auglýsingunum að holdafar barnanna beinlínis kalli á stríðni og útskúfun. Þetta er algengt […]

Þriðjudagur 27.12 2011 - 12:00

Ár líkamsvirðingar

Kæru landsmenn og konur. Megi árið 2012 verða ár líkamsvirðingar í lífum ykkar. Megið þið læra að elska líkama ykkar og bera virðingu fyrir þörfum hans og útliti. Megið þið læra að þekkja, hlusta á og hugsa um líkama ykkar af alúð og væntumþykju – og megið þið læra að líta líkama annars fólks, í […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com