Fimmtudagur 29.03.2012 - 07:34 - FB ummæli ()

Sandkassatrix

„Klækjastjórnmál“ er frekar kurteislegt orð yfir það sem Ragnheiður Elín Árnadóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins stundaði ásamt sínu fólki í fyrrinótt.

Þegar farið var fram á atkvæðagreiðslu eftir að umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið lauk.

Sem aldrei er gert.

En svo stukku liðsmenn Ragnheiðar Elínar burt svo atkvæðagreiðslan gat ekki farið fram.

Svakalega sniðugt.

Je, sáuði hvernig hún sneri á „óvinina“.

Vá maður, örugglega klapp á bakið í Valhöll.

Þar kunna menn að meta svona!

En Ragnheiður Elín Árnadóttir féll töluvert í áliti hjá mér við þessar aðfarir.

Og ekki rís hún á ný þegar ég les frétt í Fréttablaðinu í morgun.

Þar segir hún umþetta sandkassatrix sitt hafa verið gert til að svara kröfu um „vönduð vinnubrögð“!!

„Er það ekki það sem við erum öll að kalla eftir?“ spyr hún.

Sem sagt – hún lætur ekki nægja sandkassatrixið, heldur getur hún ekki viðurkennt hreinskilnislega það eftir á.

Það hefði þó verið smá manndómsbragur á því.

Heldur fer hún með svona staðlausa lygi af því tagi sem allir vita samt að er bara lygi, en skal samt haldið fram útí það óendanlega.

Jahérna.

Það má ýmsar skoðanir á því sem stjórnarmeirihlutinn aðhefst á þingi.

Ekki er það allt frábært og fullkomið, nei, fjarri því.

En stjórnarandstaðan verður að horfast í augu við að það eru sandkassatrix eins og þetta sem hún beitir, og málþóf og innihaldslaust gjamm, sem eiga enn ríkari þátt en nokkuð brambolt ríkisstjórnarinnar í því hvernig komið er virðingu Alþingis.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!