Sunnudagur 21.04.2013 - 14:28 - FB ummæli ()

Bjarni er orðinn voða töff

Bjarni Benediktsson hefur nú á fáeinum dægrum tekið mjög afdráttarlausa og harða afstöðu gegn því að lokið verði við aðildarviðræður að ESB og samningur lagður í þjóðaratkvæði.

Þó hefur meirihluti þjóðarinnar lýst vilja til þess í skoðanakönnunum.

Nú tekur hann ekki einu sinni lengur í mál að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort viðræðunum skuli haldið áfram.

Nei, nú á bara að hætta viðræðum.

Einn, tveir og þrír.

Það þýðir að þjóðin verður svipt því tækifæri næstu 30 árin að komast að því hvort aðild myndi henta okkur.

Og á meðan verðum við hér með okkar ónýta gjaldmiðil og okkar óstöðugleika.

Bjarna er sama – hann hefur tekið eindregið af skarið.

Mjög töff, ha?

Fyrst í DV um daginn, og nú víst í Sprengisandi í morgun.

Skilyrðislaust skal umsóknin dregin til baka.

Nú er Bjarni náttúrlega orðinn svo „einlægur“ (eins og allir vita!), og því er auðvitað einskær dónaskapur að ætla honum einhver undirmál.

En annars myndi óneitanlega hvarfla að mér að hann hefði keypt endurnýjaðan stuðning Davíðsarmsins við sig því verði að herðast allur í ESB-andstöðunni.

Það þýðir þá að hann ætlar að svipta þjóðina þessu tækifæri í 30 ár af því það hentar honum í valdaspili innan Sjálfstæðisflokksins.

Finnst ykkur það hægt?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!