Svei mér þá ég hef sennilega haft rétt fyrir mér þegar ég fyrir ári síðan taldi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur væri ein sú besta frá stríðslokum. Jafnaði henni við Viðreisnarstjórnina á upphafsárum hennar, minnir mig. Enn þjáumst við vegna þess hvað Íslandi var illa stjórnað á árunum fyrir hrun en nú er allt á uppleið eftir […]
Ég sagði við Emil Björnsson fréttastjóra Sjónvarps er við sátum á bekk í Austurstræti árið 1986 og vinur okkar Ómar Ragnarsson hljóp hjá því ekki gengur hann. : Emil, það kæmi mér ekki á óvart þó hann Ómar ætti eftir að verða forseti. Hann hefur allt í það. Vinsæll af alþýðu manna, skemmtilegur, greinargóður, getur fíflast […]
Sé tekið mið af bloggi komast menn varla uppfyrir lendar lengur nema þegar þeir fjalla um hrunið sem felur í sér mjög lága kynferðislega undirtóna. Gegnumgangandi þræta er hvort snúa eigi við sönnunarbyrði í kynferðisafbrotamálum. Þægileg afstaða en flýgur í fasið á réttarríkinu. Á einu sviði a.m.k. hefur sönnunarbyrði verið snúið við í sakamálum í […]
Síðan biskupsdögum Péturs Sigurgeirssonar lauk hefur fækkað jafnt og þétt í Þjóðkirkjunni á Íslandi. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbrigði. Hliðstæð þróun hefur verið á Norðurlöndum og í Evrópu. Hún byrjaði seinna hér en virðist vera hraðari. Fólk hefur minni trú á tilvist almættisins en áður. Segja má að veraldarhyggjan hafi byrjað með raflýsingunni og […]
Samfylkingin er ekki fyrsti íslenski stjórnmálaflokkurinn sem setur sér siðareglur, en gerir það nú. Siðareglur eru nauðsynlegar í stjórnmálum sem ekki eiga með nokkrum hætti að vera umbúnaður um spillingu. Siðareglur Samfylkingarinnar lýsa grunngildum jafnaðarstefnunnar – frelsi, jafnrétti og samábyrgð – og ber ráðherrum, þingmönnum, sveitarstjórnarfulltrúum og öðrum sem starfa í nafni Samfylkingarinnar að hafa […]
Framboð sitjandi forseta kynni að styrkja núverandi stjórnarflokka. Íslendingar hafa haft tilhneigingu til að kjósa forseta sem er í pólitískum skilningi af annarri jarskorpu en ríkjandi stórnvöld. Þetta er vel þekkt fyrirbrigði víða um heim þar sem stjórnskipun gefur þann möguleika. Sé þannig litið á Ólaf sem öryggisventil gagnvart ákvörðunum ríkjandi meirihluta á Alþingi kynni […]
Ef ég væri ekki svona orðvar myndi ég saka forystu Framsóknarflokksins um ábyrgðarleysi, popúlisma og það sem þeir sjálfir myndu telja alvarlegast óþjóðlegheit. Flokkurinn í mynd óreynds formanns síns stekkur milli heimsálfa og biður um að fá að taka upp myntir þjóðanna, fyrst var það Noregr nú er það Kanada. Allir vita að sjálfstæð þjóð […]
Áður fyrri var maður alfarið stolur af nafni sínu. Manns helsti nafni var Baldur hinn góði ás sem drepinn var af hinu geðstirða íhaldi í mynd Loka. Baldur var algóður KRTSGervingur segir fína guðfræðifólkið. Nú opnar maður ekki svo netmiðil án þess að við blasi fyrirsagnir um að ,,Baldur“ sitji inni eða hafi verið þátttakandi […]
Framboðsfrestur til biskups runninn út. Nýs biskups bíða mikilvægari verkefni en nokkur biskup í seinni tíð staðið frammi fyrir. Á næstu misserum verður tekist á um hvort að Þjóðkirkjunnar verði getið í stjórnarskrá og hvort hún verði áfram þjóðkirkja. Næsti biskup verður að lifa við þá staðreynd að ekki er hægt að ganga að því sem vísu […]
Hrunið sýndi fram á mikilvægi þess að taka til í íslenskri stjórnsýslu, betrumbæta löggjöf og taka upp fagleg vinnubrögð. Aðildarferlið að ESB ætti að styrkja okkur á öllum þessum sviðum. Það ferli ætti að leiða til þess að vinnubrögð okkar og regluverk færist í áttina að því sem er með nágrannaþjóðum og þá hefur strax […]