Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 23.01 2012 - 20:05

Andskotans rugl er þetta!

Ekki hverfur óbragðið yfir afskiptum Alþingis af máli sem er komið fyrir dómstól. Því meira sem ég hugsa málið því betri finnst mér lagadómgreind Bjarna heitins Benediktssonar, Ólafs heitins Jóhannessonar og Gunnars heitins Schram og eftir því verri dómgreindin Róberts Spanó og þeirra Alþingismanna sem halda því blákalt fram að Alþingi geti sótt mál til […]

Laugardagur 21.01 2012 - 12:09

Skeyta hvorki um skömm né heiður

 Ef íslendingar hefðu næma réttlætiskennd eða væru menn réttlætis hefðu þeir kært úrslit leiksins gegn Slóvenum og ef þeirri kæru hefði verið verið vísað frá hefðu þeir átt að bjóða Norðmönnum sætið í milliriðli.  Með þeim hætti hefðu Íslendingar komið fram sem alvöruþjóð, sýnt af sér óvænta reisn.Vissulega voru það Slóvenar sem svindluðu á lokamínútum […]

Föstudagur 20.01 2012 - 15:01

Bjarni Ben. tapar umræðunni!

Ég horfi með hryllingi til elliáranna og eftir daginn ákveðinn í að fresta þeim sem lengst. Ég ákvað nefnilega að horfa á umræðuna um tillögu Bjarna Benediktssonar slïkt horf mun vera helsta iðja ellibelgja. Þó uppgötvar maður ýmislegt: Árni Þór er betri en maður hélt. Þór Saari er beittasti hnífurinn í skúffunni. Karlar leika aðalhlutverkið […]

Fimmtudagur 19.01 2012 - 11:34

Baráttan um biskupsstólinn!

Sigríður Guðmarsdóttir og Kristján Valur Ingólfsson hafa nú gefið kost á sér í biskupskjöri. Hvortveggja ákaflega hæfar manneskjur og vel menntaðar sem myndu valda embættinu vel.  Sigríður ætti að höfða til þeirra sem vilja (róttækar) breytingar á kirkju (og samfélagi) að mörgu leyti sömu hópa og vilja nýtt Ísland. Kristján Valur ætti að höfða fremur til […]

Miðvikudagur 18.01 2012 - 14:56

Sviflétt staðgöngurök alþingismanna!

Alþingismenn margir hverjir skauta heldur létt fram hjá siðferðilegum rökum í umræðum um staðgöngumæðrun.  Þeir beita svifléttum rökum eins og þeim að ,,þær“ hafi haft gaman að því að eiga börn og konur hafi alltaf gengið með börn fyrir aðrar konur, að staðgöngumóðir sé góðverkakona, að betra sé að vera staðgöngubarn en ,,ekki barn“.  Í […]

Þriðjudagur 17.01 2012 - 18:03

Ævilangt óuppgerður Geir!

  Var að lesa Ögmund. Sammála honum í því að vafasamt hafi verið að draga Geir einan fyrir Landsdóm. Ósammála því að Alþingi eigi að draga ákæruna til baka. Úr því sem komið er er bara ein leið fær: Að Landsdómur, sem er úrvalshópur lögspekinga, leggi  dóm á það hvort um ásetningafbrot eða andvaraleysi var […]

Þriðjudagur 17.01 2012 - 11:46

Formaður Framsóknar og gegnsæið!

Það skrifast sennilega  á bernsku formanns Framsóknarflokksins þegar hann heldur því fram (á þingfundi) að leyndarhyggja og ógegnsæi hafi aldrei verið eins mikil og í tíð núverandi ríkisstjórnar.  Sá sem heldur slíku fram hefur ekki lifað lengi eða ekki fylgst mikið með.  Greinilega nývaknaður og skal honum virt það til vorkunnar.  Leyndarhyggja, ógagnsæi og þöggun hefur […]

Fimmtudagur 12.01 2012 - 08:23

Vesæl ríkisstjórn?

Ég var einu sinni samferða Vilhjálmi Egilssyni í flugvél og þetta virtist hógvær og geðugur maður og það er hann örugglega prívat og persónulega.  Þessi sami maður er í fjölmiðlum fastagestur sem fulltrúi atvinurekanda og satt að segja ofbýður mér talsmátinn þegar hann velur lýsingarorð þeirri ríkisstjórn sem hann er að semja við og hefur […]

Mánudagur 09.01 2012 - 14:02

Jón Ísleifsson

Það er eitthvað  að í kirkju sem lætur annað eins viðgangast og það sem átti sér stað norður í Árnesi og við urðum vitni að í heimildarmyndinni Jón og séra Jón í sjónvarpinu í gær.  Jón Ísleifsson, höfðuðersóna myndarinnar er ljúfur drengur með góða og mikla eðliskosti.  Hann er hins vegar augljóslega haldinn einhverju afbrigði […]

Sunnudagur 01.01 2012 - 18:04

Zero tolerance

Knattspyrnuspekingar fimbulfamba um að ýmislegt sé nú sagt í boltanum og að viss orð séu nú bara vinsamleg í Urugvaí. Nú síðast Eggert kexsali í messunni. Samkvæmt skýrslu enska knattspyrnusambandsins, sem m.a. Kallaði til urugaiska fræðimenn leikur enginn vafi á neikvæðri merkingu orða Zuares. Og mörkin liggja við núllið. Bretinn veit hvað hann er að […]

Höfundur