Undanfarið hef ég skroppið nokkrum sinnum til Frakklands, bæði til Parísar og Strassborgar og er útafyrir sig ekki í frásögur færandi. Flugsamgöngur eru mjög góðar eins og flestir þekkja. Auk aðalastarfi í ECRI er ég í tveimur undirnefndum, annarri um hlutskipti þeirra sem ferðast á milli landa án þess að njóta fullgildra réttinda á nýjum […]
Samkvæmt rannsókn Mirru – miðstöðvar í innflytendarannsóknum í Reykjavíkurakademíunni – voru Pólverjar í Reykjavík aðeins með 57% af meðallaunum Íslendinga árið 2010. Þessu er ver farið hér en í samanburðarlöndum. þetta eigum við að vita. Erlendir menn eru iðulega á lægstu tökstum á meðan heimavanir vita að lægstu taxtar eiga að vera til skrauts. Bót […]
Nú veltur upp úr mönnum: Það á ekki að blanda saman pólitík og íþróttum og átt er við að það trufli ekkert þó að Rússar ofsæki samkynhneigða, vilji a.mk. ekki sjá þá. Er þetta pólitík? Er það pólitík að vilja útiloka stóra hópa fólks? Eru mannréttindi bara pólitík? eitthvað sem má versla með eða horfa framhjá? […]
Íslensk löggjöf og íslenskir verkhættir varðandi hælisleitendur standast enga skoðun. Nægir að nefna þann séríslenska hátt að fangelsa hælileitendur komi þeir á hingað til lands á fölsuðum passa. Það eru ekki bara Sameinuðu þjóðirnar sem hafa gagnrýnt okkur fyrir það. Hið sama hefir ECRI, sá aðili innnan Evrópu, sem við höfum valið til þess að […]
Á meginlandi Evrópu tekur það fram guðlasti að samlíkja samtímamálum við nasisma eða nasista. það varðar einnig við lög víða á meginlandinu. t.d. í Austurríki og Þýskalandi. Danir t.d. hafa frjálslyndari löggjöf. Þar dytti þó engri opinberri persónu í hug þvílíkar athugasemdir og við höfum upplifað. En hvað er til ráða nú á nýrri öld […]
Mér synist aðHanna Birna innanríkisráðherra sé eingöngu að uppfylla staðla Evrópuráðsins með því að bæta kynvitund í upptalningu þeirra þátta sem verndar fólk gegn hæðni eða árásum af öðrum toga. Nær öll Evrópuríki hafa sams konar ákvæði. Hugmyndin er ekki sú að skerða málfrelsi. Hugmyndin er sú að stemma stigu við hatursræðum. Orðræðu sem getur […]
Mig minnir að Jón Sigurðsson hafi kallað Ísland fylgifisk í ágætri grein á netinu nýlega og vissulega eru við fylgifiskur, notum ekki fullveldið til að vera þjóð meðal þjóða, tökum við tilskipunum í stað þess að taka þátt í að semja þær. Það hefur ýmislegt breyst frá því að helstu þáttakendur í deilum um alþjóðlega […]
Það má búast við því hér eins og annars staðar í Evrópu að vinna barna aukist með dýpkandi kreppu þegar fólk þarf virkilega á öllu sínu að halda til þess að hafa í sig á. Og ekki batnar það. Að sögn UNESCO vinna nú 29% af börnum í Georgíu á aldrinum 7 til 14 ára. […]
Minnst á Róma fólkið og síðari heimstyrjöldina þá voru Róma (sígaunar) ofsóttir þar og drepnir og ofsóttir. Talið er að að milli 250 og 500 þúsund Roma hafi verið útrýmt á tímum seinni heimstyrjaldar af völdum Nazista og bandamanna þeirra. Allan þann tíma sem liðinn er hefur þeim gengið illa að fá þetta viðurkennt. Fá […]
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur verið manna duglegastur við að vekja athygli á tengslum Íslands við heimskommúnismannn á síðustu öld. Og vissulega er þar nokkur saga þegar haft er í huga annarsvegar tengslin og fjárhagsstuðningur við íslensk samtök og einstaklinga og hins vegar odbeldisverk og þjóðarmorð Stalíns og félaga þeirra sem hann hafði ekki þegar drepið. […]