Þriðjudagur 26.10.2010 - 19:29 - 6 ummæli

Menntunarskortur byggðanna!

Nú hefur Læknafélag Íslands varað við bíladekkjagúmmíkurli á leikvöllum þar með sparkvöllum. Í því eru krabbameinsvaldandi efni. Ég var ásakaður fyrir það að sýna bæjarfélagið Þorlákshöfn í slæmu ljósi þegar ég vakti athygli á þessu fyrir nokkrum árum.  Þegar ég upplýsti bæjarfulltrúa um skaðsemi ljósabekkja var hlegið. Menntunarskortur er höfuðóvinur byggðanna.

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 26.10.2010 - 13:58 - 14 ummæli

Hent út í yztu myrkur!!

Í gær var mér hent út í yztu myrkur. Daginn áður opnaði ég tölvuskeyti frá að því er virtist  tveimur kærum vinum og hleypti þar með ógeðslegum ormi inn í tölvuna mína sem samstundis  sendi á vinalista minn í Facebook tilvísun á Youtube með orðunum: Ert þetta Þú? Kvöldið fór í það að útskýra og afsaka þetta ónæði í mínu nafni og tóku mér allir vel. Nokkrir hringdu og vinskapur jafnvel endurnýjaðist.

Nú bregður svo við að síðunni minni er lokað.  Henni er eytt með öllum vinalistanum. Mér meinaður aðgangur. Ég facebook tröllið með 300 vini er ekki til.  Varpað út í ystu myrkur.  Fékk smá dauðatilfinningu. Hvað er hún Halla í Ásum að aðhafast?  Hvaða ritningarlestri er Solveig Lára að veifa í dag? Hvar eru hin brosandi andlit Árna Svans og Kristínar Þórunnar, eitursnjöllkomment Hafsteinsog Gunnars Þórs? Já, hvar eru börnin mín, ættmenn, sveitungar, Dalamenn, Hornfirðingar. Saknaðatilfinningin nísti inn að beini og nístir enn.

Ég fór á einhvern facebook link þar sem stóð hryssingslega á ensku: veistu af hverju var lokað á þig? Þar skildist mér að ég hefði að verið að dreifa spami sem eru einhvers konar óhreinindi.  Ég reyndi að verjast en fékk engin viðbrögð.  Ég var greinilega að tala við einhverjar vélar. Mér leið eins og sovéskum andófsmanni gagnvart stjórnvöldum. Mér leið eins og Sjálfstæðismanni sem hafði talað illa um Davíð: Ekki virtur viðlits.

Ég er sem sagt dæmdur og tekinn af lífi saklaus.  Engin vörn leyfð. Enginn málskotsréttur. Engin mannréttindi virt.

Sem betur fer er ég sá sem ég er og lifi þetta af. Þetta jafnvel auðveldar mér að setja mig í spor hins útskúfaða, en af því hef ég vinnu.  En ég set mig í spor unglings eða uppburðalítillar manneskju og ég sé í hendi mér að þetta getur fólk upplifað sem höfnun og verið mikill áfall.

Þess vegna segi ég. Bindum ekki trúss okkar við Sovét netheima.  Þar eins og á öllum öðrum sviðum eigum við rétt á að komið sé fram við okkur eins og persónur af holdi og blóði, að mannréttindi sé virt, enginn sé dæmdur saklaus a.m.k. ekki án réttarhalda. Ég mun halda áfram að byggja upp mitt vinanet með heimsóknum og símaviðtölum og á Eyjunni, það er verst hvað margir eru viðskotaillir við mann þar.  Það voru allir svo góðir á Facebook.  Þannig man ég hana. Þannig er um það sem farið er. Vinir sendið mér línu. Skiljið mig ekki einan eftir hér út í yztu myrkrum.

Eftirskrift: Því miður þá var ég ekki í framboði til Stjórnlagaþings. Þá hefði ég getað talað um pólitískar ofsóknir og jafnvel komist á stjórnlagaþing sem fórnarlamb.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 25.10.2010 - 17:35 - 69 ummæli

Mannréttindaráð Reykjavíkur

Íslendingar eru aðilar að  Evrópusáttmálanum um Mannréttindi.  Hann tryggir hugsanafrelsi, samviskufrelsi og trúfrelsi (freedom of thought, conscience and religion) og öll mismunun í að njóta þessara réttinda eru bönnuð samkvæmt sáttmálanum (discrimination in the enjoyment of the rights and freedoms secured by the Convention).  Sams konar ákvæði eru í mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.

Íslendingar búa við þjóðkirkju.  62. Grein stjórnarskrárinnar gerir ráð fyrir að ríkið eigi að styðja og vernda hina evangelísku lúthersku kirkju þ.e. þjóðkirkjuna.  Svipað fyrirkomulag hefur verið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og Finnlandi. Segja má að þetta sé Lútherskt fyrirkomulag  en í því kerfi átti furstinn að vera yfirmaður kirkjunnar. Þjóðkirkjufyrirkomulagið er ekki í öðrum ríkjum Evrópu og ekki að breyttu breytanda í Tyrklandi og Albaníu sem eru einu Evrópuráðsríkin þar sem múhameðstrú en ekki kristni er ríkjandi.

Stofnanir Evrópuráðsins hafa ekki gert athugasemdir við Þjóðkirkjufyrirkomulagið hvorki mannréttindafulltúi (Commissioner of human rights) eða  ECRI (European Commission against Racism and Intolerance) né Mannréttindadómstóllinn (European Court of Human Rights).  Dómstóllinn hefur skyldað Norðmenn til að huga betur að trúarbragðakennslu sem sé að virða rétt foreldra til þess að börn séu undanþegin slíkri kennslu og sjá þeim fyrir raunverulegum valkosti.

Þegar mál þessi hafa komið upp hafa íslenska stjórnvöld bent á að þrátt fyrir ákvæði 62. greinar stjórnarskrár ríki hér trúfrelsi sbr. 65. grein stjórnarskrár (  Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.).  Laun presta úr ríkissjóði, biskupa og starfsmanna biskupsstofu og aðrar greiðslur séu samkvæmt samkvæmt samningi.  Fyrst þegar ríkið eignaðist jarðir biskupsstólanna Skálholts og Hóla og síðar þegar ríkið eignaðist nær allar aðrar kirkjujarðir síðast með samningi frá 1997. Ekkert misrétti sé því í gangi.

Þá hefur og verið talið að þjóðkirkjufyrirkomulagið væri félagslegt og menningarlegt fyrirkomulag sem hægt væri að vinna með áfram þrátt fyrir trúfrelsiskröfuna sem er af öllum talin sjálfssögð og eðlileg enda í samræmi við mannréttindasáttmála og grundvallarskilning flestra.

Ekki er deilt um trúarbragðakennslu.  Úrskurðað hefur verið að þátttaka í slíkri kennslu verði að vera valkvæð en Noregur reyndi að gera hana hlutlausa og að skyldu en á það hefur ekki verið fallist. Krafa er gerð um það að þeir sem ekki sækja slíka kennslu eigi að fá verðug verkefni en ekki látnir húka undir vegg.  Áður fyrr kenndu prestar það sem kallað var Kristinfræði. Hún er löngu aflögð og komin trúarbragðafræði í staðinn.

Á Íslandi hefur þessu verið fylgt (þó ekki alls staðar með verðug verkefni).  Trúboð fer ekki fram í skólum.  Þó hefur einn og einn kennari á landsbyggðinni farið með faðirvorið í upphafi kennslustunda. Sömuleiðis eru sums staðar sungnir sálmar og í leikskólum oft sömu lög og í sunnudagaskólanum..  Prestar hafa fengið að koma með tilkynnar sínar um fermingarstarf inn í bekki.  Sums staðar hafa þeim fengið afnot af skólahúsnæði til fermingarfræðslu (sérstaklega í heimavistarskólum þar sem börn fara heim um helgar). Þá hafa kennarar víða komið með krakka í kirkjur sérstaklega á aðventunni, kirkjuheimsóknir kallast það.

 Allt þetta hefur farið fram í mesta bróðerni.  Þá hafa prestar verið kallaðir til beri voða að höndum og eru sums staðar í áfallateymum skólanna.

Mannréttindaráðið fer offari.

Drög mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um trúmál og skóla vekja upp margar spurningar. (Drögin má finna víða á netinu og í blöðum). Ráðið fer að mínum dómi offari. Í staðinn fyrir að leitast við að uppgötva samfélagið eins og það er, er eins og það eigi að reyna að loka það af frá skólunum.   Þetta er hugsanavilla. Hvers vegna má t.d. ekki dreifa Kóraninum í skólum?  Mikið yrði ég glaður ef barnið mitt kæmi heim með Kóraninn í íslenskri þýðingu.  Af hverju er Kóraninn og Biblían nefnd í sömu andrá og auglýsingabæklingar? Ætlar einhver að vera töff.  Sýna svolitla lítilsvirðingu?

Af hverju verður fermingarfræðsla að fara fram utan skólatíma?   Númer eitt: Hvað er skólatími?  Hvers vegna má ekki presturinn semja við skólann um að fá hluta úr eftimiðdegi til þess að ná börnunum?  Hvers vegna getur skólinn ekki sýnt liðlegheit?  Vita ráðsmenn að skólinn fyllir sjálfur upp í öll göt með valkennslslu, sérkennslu þannig að varla er mínúuta milli 8 og 4 þar sem einhver er ekki alltaf upptekin.

Hvaða hroki er það að lána ekki einn eða tvo daga til fermingarferðalags með samþykki foreldra.  Í mínu umdæmi vilja öll börn fara í slíkt ferðalag og fyrir börn sem ekki ætla að fermast er þetta jafnvel enn meira ævintýri en fyrir hin. Ferðast börnin í Reykjavík of mikið? Er of mikil tilbreyting?

Hvers vegna má ekki ,,samþætta“ notkun á skólahúsnæði ef þannig stendur á.  Hvers lags hroki er þetta eiginlega.

Hvaða hroki er þetta að ætla að taka fyrir kirkjuheimsóknir.  Ætlar mannréttindaráðið að læsa skólana inn í einhverjum filabeinsturni.  Af hverju ætti barnið mitt ekki að fara í kirkuheimsókn á aðventunni?  Af hverju mætti ekki fara í mosku væri hún tiltæk?  Eð Búddahof?  Á að ala hér upp einhver eyðiumerkurbörn?

Steininn tekur úr þegar mannréttindaháðið telur presta ekki til fagaðila þegar um er að ræða sálræn áföll eða sorrgarviðburði eins og við skulum kalla það. Það er lífsvinna presta að sinna sjúkum og sorgmæddum, umgangast fólk sem hefur orðið fyrir áföllum og sorg. Hugsanavillan hjá mannréttindaráinu er að leggja presta að jöfnu við forstöðumenn lífskoðunarfélaga en það getur verið ýmiskonar fólk. Prestar íslensku þjóðkirkjunnar og fríkirknanna eru allir mjög vel menntaðir og hafa langflestur aflað sér dýrmætrar reynslu.  Að þessum sömu áfallamálum koma þeir yfirleitt á vettvangi, á heimili, í sjúkrahúsi og því miður stundum síðast í kirkju. Má þá prestur koma í skóla að tikynna dauðsfall? Eða þarf það að vera ,,fagaðili“?

Mér finnst vanvirðingar gæta í þessu plaggi í garð þjóðkirkjunnar, presta og trúarbragða almennt. Ég hef fengist við línulagnir í þessum málum í einum tólf ríkjum Evrópuráðsins og alls staðar eru sömu spurningarnar uppi.  Hvernig getum við tryggt réttindi minnihlutahópa þegar kemur að trúarbrögðum.  Leiðin er yfirleitt sú að tryggja þeim jafnan rétt og meirihlutatrúarbrögðum en ekki að sparka öllu draslinu út.  Skólinn verður auðvitað að vanda sig en hann getur ekki látið eins og hann sé staddur í félagslegu, menningarlegu og trúarlegu tómarúmi.

Við höfum meirihlutakirkju sem mun sennilega stabiliseast í svona 70-80% þjóðarinnar þar sem þó milli 85og 95% þjóðarinnar munu þiggja þjónustu hennar.  Hún sjálf er umburðarynd í boðun sinni og í garð annarra. Það má gagnrýna og deila um fjárhagsleg tengsl hennar við ríkið en að láta eins og vel menntaðir starfsmenn hennar séu ekki fagmenn þegar kemur að áföllum og að hús hennar séu pestarbæli er nægilegt til að ígrunda alvarlega kosningafyrirkomulagið í Reykjavík og hvurs lags menniungarkimar hafa náð þar yfirhöndinni?

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 23.10.2010 - 10:08 - 10 ummæli

Gunnar Jóhannesson um goðsögur og hlutleysi!

Ég hef ekki komist í að skrifa almennilega um hina nýju tilraun Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar að greina milli trúboðs og fræðslu. Mun þó gera það enda hef ég fjallað um það innan ECRI og í viðræðum við fræðsluyfirvöld viðkomandi ríkja hvernig þessu er fyrirkomið í einum tólf ríkjum Evrópu.  Þessi umræða hefur víðast hvar farið fram og álitaefnin alls staðar hin sömu:  Hvað felst í hlutleysi skólans og hvernig skal það útfært. Einkennin einnig keimlík: Ströng skil milli boðunar og fræðslu í höfuðbyggðinni en sljákkar á kröfunum eftir því sem fjær dregur og dreifbýli eykst.

Alls staðar eru megintrúarbrögðin sökuð um yfirgang. Óvíða eru það einstaklingar úr minnihlutahópum sem bera fram kröfuna heldur einstaklingar sem eru fæddir og uppaldir í viðkomandi samfélagi.  Það er því varhugavert að skilgreina þetta sem átök hugmyndaheima.  Þetta eru sjálfsögð og eðlileg umbrot í menningunni.

Gunnar Jóhannesson hinn ágæti guðfræðingur hefur hins vegar beðið mig um að vekja athygli á grein sem hann ritar inn á trú.is og geri ég það með ánægju án þess að gera skoðanir hans að mínum eða eigna mér þær en þetta er gríðarlega marktæk og góð grein:

Gunnar Jóhannesson

Veraldarhyggja og goðsagan um hlutleysi: Vangaveltur

22. október 2010

1. Inngangur

Töluvert er rætt um ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar varðandi aðkomu trúfélaga og lífsskoðunarfélaga að leik- og grunnskólum borgarinnar. Nái sú ályktun fram að ganga í óbreyttri mynd virðist tryggt að kirkjan og boðskapur kristinnar trúar eigi sér ekki stað innan veggja skólanna og hafi hvorki bein né óbein áhrif á starf þeirra.

Nú er ekki dregin dula yfir það að hverjum sýnist sitt þegar kemur að tengslum kirkjunnar við skóla landsins. Í lýðræðislegu þjóðfélagi er málefnaleg umræða þar að lútandi eðlileg. En hvað sem því líður tel ég að sú umræða sé gjarnan á villugötum og þær forsendur sem fólk gefur sér misráðnar. Þannig fer hugtakið hlutleysi og trúfrelsi hátt í umræðunni. Þeir sem hæst tala gegn kirkjunni berja sér stundum á brjóst og láta eins og þeir einir séu hlutlausir og frjálsir að trú sinni. Hins vegar má ekki gleyma því að hverjar sem skoðanir fólks í þessi máli eru þá grundvallast þær ævinlega á tiltekinni heimsskoðun sem teflt er fram gegn öðrum heimsskoðunum. Allt tal um hlutleysi er því afskaplega villandi. Þá má ekki gleyma því að trúfrelsi er ekki réttur eins umfram annars. Trúfrelsi gengur ekki í eina átt.

Umræða um kirkju og skóla er ekki ný. En samhengi þeirrar umræðu er annað en áður var. Í dag er um að ræða anga af víðtækari umræðu sem lýtur að eðli íslensks samfélags. Sú umræða fer hátt í kjölfar hrunsins og þá er ekki síst spurt um stöðu kristinnar trúar á hinu opinbera sviði.

2. Veraldarhyggja og krafan um aðgreiningu hins trúarlega og veraldlega

Afhelgun íslensks samfélags hefur óneitanlega vaxið á undanförnum áratugum. Þessi afhelgun er ánægjuefni í huga margra enda telja þeir hana til marks um það umburðarlyndi og hlutleysi sem hverju samfélagi sé nauðsynlegt til að tryggja megi réttlæti og jafnræði meðal þegnanna.

Sú afhelgun, eða veraldarhyggja , eins og hana má einnig kalla, sem einkennir vestrænt samfélag í dag, á sér nokkuð langa sögu sem ekki verður rakin hér. Hins vegar má segja að með henni sé átt við það ferli sem orðið hefur til þess að trúarlegar hugmyndir, stofnanir og túlkanir hafa að miklu leyti glatað samfélagslegri merkingu sinni, gildi og áhrifum. Þótt veraldarhyggja komi fram með ólíkum hætti innan samfélagsins má segja að hún grafi í öllu falli undan samfélagslegum áhrifum trúar. Það einkennir því hið veraldarvædda vestræna samfélag að trú er ekki talin jafn sjálfsagður samfélagslegur þáttur eða áhrifavaldur og áður var – og að sumra mati er trú samfélagslegur skaðvaldur. Að sama skapi láta fleiri en áður sig trú litlu varða og sjá ekki að hún hafi mikilvægu eða nauðsynlegu hlutverki að gegna í nútímasamfélagi, ef nokkru yfirleitt. Þetta hefur vitanlega orðið til þess að þær forsendur sem liggja efahyggju og guðleysi til grundvallar hafa fundið sér æ dýpri bólfestu í formgerð samfélagsins og þar með í vitund fólks.

Íslenskt samfélag hefur vitaskuld ekki verið ósnortið af þessari þróun.

Til marks um það má nefna þá kröfu sem oftar heyrist að allt sem trúarlegt er verði skilið frá hinu opinbera sviði samfélagsins, krafa sem kristallast í umræðunni um kirkju og skóla. Það þýðir með öðrum orðum að trú og trúariðkun skuli einskorða við einkasvið lífsins eða hið persónulega svið. Það sem hefur með trú að gera skal samkvæmt því vera ósýnilegt og hvorki hafa bein né óbein áhrif á hið opinbera svið samfélagsins. Á hinu opinbera sviði verði að gæta fyllsta hlutleysis enda sameiginlegt rými allra. Þú getur verið trúaður heima hjá þér, í einrúmi einkalífsins, innan trúarsamfélags þíns, í kirkjunni þinni, en þar fyrir utan verður þú að skilja þennan þátt lífs þíns við þig.(1)

Slík krafa kemur víða fram – í blaðagreinum, á bloggsíðum, hjá félagasamtökum og stjórnmálahreyfingum. Nærtækt dæmi er stefnuskrá Siðmenntar, félags siðrænna húmanista, þar sem segir á meðal annars:

• Siðmennt lítur svo á að sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi teljist til almennra lýðréttinda. Þau skuli ná til allra og þau megi hvorki afnema né skerða undir neinum kringumstæðum.

• Félagið telur að hið opinbera (ríkið, stjórnkerfið, þingið, dómskerfið, mennta- og heilbrigðiskerfið) eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum og án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga.

Þessar yfirlýsingar er að finna í einni og sömu greininni en er hér skipt niður til hægðarauka. Þessi yfirlýsing Siðmenntar er líklega lýsandi fyrir viðhorf margra í dag – m.a. mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar að því er virðist. Í því samhengi er athyglisvert að varaformaður Siðmenntar á einmitt sæti í mannréttindaráði Reykjavíkur. En hvað sem því líður er þess virði að skoða þessa yfirlýsingu nánar.

3. Mótsagnakennd krafa

Hvað fyrrnefnda atriðið varðar skal tekið undir það – og enn frekar í ljósi kristinnar trúar. Að sjálfsögðu ber ekki að setja frelsi fólks til skoðana, hugsunar og tjáningar skorður, að svo miklu leyti sem það sé ekki til skaða. Í raun má segja að hér sé um að ræða samfélagslega tjáningu þeirrar sömu virðingar og umhyggju fyrir einstaklingnum og kveðið er á um í tvöfalda kærleiksboðorðinu (Mk 12.30-31) þar sem við erum hvött til að elska náunga okkar eins og okkur sjálf. Það ætti að vera öllum keppikefli að tryggja samfélagslega umgjörð sem gerir fólki kleift að ræða tæpitungulaust kosti og galla ólíkra og mismunandi skoðana og sjónarhorna til lífsins og tilverunnar öllum til hagsbóta.

En þegar litið er til síðarnefnda atriðisins úr stefnuyfirlýsingu Siðmenntar sem hér er vitnað til – þar sem segir í reynd að hið opinbera svið eigi að mótast af „veraldlegum leikreglum“ og vera ósnortið af, þ.e. ekki merkt, einstaka lífsskoðunum og trúarviðhorfum – þá er ekki að sjá að það sé félaginu keppikefli að tryggja slíka umgjörð. Í raun tel ég vandséð hvernig þessi tvö atriði, eins og þau eru sett fram, geti farið saman.

Að standa vörð um og leggja áherslu á rétt fólks til trúfrelsis en setja það því næst á bás einkalífsins er afar einkennilegt, enda eru trúfrelsinu með því settar skorður og það takmarkað að verulegu leyti. Þetta jafngildir því að segja að fólki sé frjálst að iðka frelsi sitt til trúar en einungis innan þeirra marka sem því eru sett. En það er þá vitanlega ekki frjálst í réttri merkingu. Þegar sagt er „Þú ert frjáls en aðeins upp að því marki sem ég segi“ er um mótsögn að ræða. Trúfrelsi felur ekki eingöngu í sér rétt til að tjá og iðka trú sína á hinu persónulega sviði einkalífsins heldur einnig á vettvangi hins opinbera lífs.

4. Enginn maður er án trúar

Hér komum við einnig að mínu mati að rótum þess hvers vegna guðleysingjar eru svo mótfallnir því að viðhorf þeirra séu álitin trúarleg í nokkrum skilningi. Þeir telja að það sem eigi við um trúaða eigi ekki við um sig enda séu þeir ekki trúaðir þar sem „Guð“ eða „hið yfirnáttúrulega“ eigi sér engan stað í lífsviðhorfi þeirra. Þeim séu því ekki sömu skorður settar og þeim sem trúaðir eru. Þegar sagt er að hinn trúaði maður þurfi að fara í felur með viðhorf sín á opinberum vettvangi er látið að því liggja að guðleysinginn hafi ekkert að fela og megi koma til dyranna eins og hann er klæddur. Að vera ekki trúaður er því nokkurs konar núllpunktur sem allt skal miðað við og lagað að.

En ekkert er auðvitað jafn fjarri lagi eins og allir sjá þegar þeir hugsa um það. Guðleysi felur ekki í sér eitthvert tómarúm, viðhorfsleysi eða afstöðuleysi.

Staðreyndin er sú að allir hafa tiltekna sannfæringu sem þeir byggja líf sitt á. Allir hafa tiltekna heimsskoðun (e. worldview) eða lífsskoðun. Allir leitast við að svara þeim grundvallarspurningum sem lífið vekur í huga og hjarta sérhvers manns – spurningum um uppruna og tilgang, merkingu og siðferði, örlög og afdrif. Í gegnum þau svör mótar fólk sér heimsskoðun sem hefur grundvallaráhrif á allt líf þess. Fólk getur haft litla sem enga hugmynd um eigin heimsskoðun og hún getur verið illa ígrunduð, en það breytir því ekki að allir, hvort sem þeir vita það eða ekki, hafa tiltekna heimsskoðun. Í raun getur fólk ekki annað en haft heimsskoðun. Heimsskoðun er eins og gleraugu sem við setjum á okkur og virðum og túlkum lífið og tilveruna með. Í gegnum heimsskoðun okkar sækjum við skilning okkar á lífinu og túlkum upplifun okkar og reynslu af því. Heimsskoðun getur verið af margvíslegum toga en grundvallandi þáttur í hverri heimsskoðun er sú afstaða sem tekin er til Guðs eða hins yfirnáttúrulega, þ.e. til hinsta eðlis veruleikans. Á grundvelli þess hvernig við svörum spurningunni um Guð byggjum við svör okkar við öllum öðrum spurningum lífsins. Heimsskoðun er því annað hvort veraldleg, þ.e. guðlaus, eða byggð á einhverskonar guðstrú.

Og hvort tveggja, guðstrú og guðleysi, er „trú“ í eiginlegri merkingu enda er í báðum tilvikum um að ræða „sannfæring[u] um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá“, svo gripið sé til biblíulegs orðalags (sbr. Heb 11.1), og það sem fólk leggur traust sitt á og lagar líf sitt að. Spurningin hvort sé stutt betri og skynsamlegri rökum, guðstrú eða guðleysi, er svo önnur spurning sem nauðsynlegt er að spyrja og svara þótt ekki verði það gert í þessari grein.

En í þessu ljósi má sjá hversu fráleitt það er að ætlast til að kristið fólk skilji við sig þann hluta mennsku sinnar sem trú þess er og láti sem hún sé ekki til utan vébanda einkalífsins. Það er eins og að banna fólki að horfa, hlusta, tala, og hugsa. Þú getur allt eins hugsað þér að líta í spegil og sjá þar enga spegilmynd. Heimsskoðun fólks og innsta sannfæring, það sem gefur lífi þess merkingu og gildi, er ekki einn aðskilinn þáttur af mörgum í lífi þess heldur það sem rammar inn allt lífið og fellir það saman í eina merkingarbæra heild. Það á jafnt við um guðleysingja og guðstrúarmenn.

5. Viðhorf sem fellur um sig sjálft

Hvað sem öðru líður ætlast guðleysingjar ekki til hins sama af sjálfum sér og fólki sem er guðstrúar. Við hljótum að spyrja hvort sú krafa, að „hið opinbera (ríkið, stjórnkerfið, þingið, dómskerfið, mennta- og heilbrigðiskerfið) eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum og án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga“, sé runnin af rótum tiltekinnar heimsskoðunar? Að sjálfsögðu er hún það! Og hér er henni teflt fram á kostnað annarra heims- eða lífsskoðana. Er sú krafa sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu Siðmenntar til marks um hlutleysi? Nei. Að sjálfsögðu er hún grundvölluð á tiltekinni sýn á lífið og tilveruna, ákveðinni afstöðu eða viðhorfi, þ.e. heimsskoðun eða lífssýn, rétt eins og allt sem við hugsun og segjum. Öll stefna Siðmenntar grundvallast á tiltekinni heimsskoðun sem er í eðli sínu veraldleg, þ.e.a.s. heimsskoðun sem hafnar hinu yfirnáttúrulega. Eins og segir í stefnuyfirlýsingu félagsins grundvallast starfsemi þess á „lífsviðhorf[i] óháð trúarsetningum“.(2) Og eftir þeim „leikreglum“ skal starfa á hinu opinbera sviði, eftir því sem segir í yfirlýsingu félagsins.

Það sem Siðmennt er að fara fram á, – líkt og aðrir sem eru sömu skoðunar – enda þótt það sé ekki sagt með beinum hætti, er að hið opinbera svið eigi eingöngu að bera vitni um þá heimsskoðun sem félagið sjálft stendur vörð um. Það sem svífa skal yfir vötnum samfélagsins er fyrst og fremst hin þögla ásjóna guðleysis og/eða efahyggju. Hið trúarlega skal ekki fá neitt rými. Við hljótum að spyrja hvað standi eftir þegar hinu trúarlega hefur verið útilokað af hinu opinbera sviði? Í raun er verið að segja: Opinberlega á samfélagið að bera svip af „okkar“ viðhorfum. Það eru „okkar“ viðhorf sem eiga að móta og hafa áhrif á hið opinbera svið og þar með allar opinberar stofnanir, ekki síst skóla landsins. Það skal steypa samfélagið í það mót sem „okkur“ líkar og fellur best að „okkar“ skoðunum. Þessu er haldið fram í kjölfarið á ítrekun þess efnis að „sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi teljist til almennra lýðréttinda“ sem „ná[i] til allra“ og megi ekki skerða undir neinum kringumstæðum. Þegar allt kemur til alls virðast þau réttindi ekki jafn almenn og látið er liggja að; enda skal farið í felur með allt trúarlegt þegar kemur að hinu opinbera sviði og láta sem það sé ekki til. En ef það er gert hvert verður þá yfirbragð samfélagsins? Hlutleysi? Jafnrétti? Umburðarlyndi? Nei, sannlega ekki. Samfélag sem lágmarkar eða útilokar opinberan sýnileika trúar er alls ekki hlutlaust samfélag heldur einfaldlega samfélag sem lágmarkar opinberan sýnileika trúar, og ber þess í stað óhjákvæmilega vitni um veraldlega heimsskoðun hvort sem það er yfirlýst ætlun þess eða ekki.

En í ljósi þess að krafa Siðmenntar er um að hið opinbera svið sé ósnortið af einstaka lífsskoðunum á það vitanlega einnig við um þá lífsskoðun sem Siðmennt byggir starfsemi sína og kröfur sínar á. Siðrænir húmanistar geta ekki undanskilið eigin heimsskoðun hvað það varðar. Að öðrum kosti eru þeir í mótsögn við sjálfa sig. Að segja að opinberlega skuli samfélagið vera veraldlegt í eðli sínu en jafnframt óháð lífsskoðunum er merkingarleysa. Þetta sýnir vitanlega að krafa Siðmenntar fellur um sig sjálfa. Í henni felst í raun að Siðmennt hefur engan rétt til að krefjast þess að kristin trú verði útilokuð af hinu opinbera sviði. Krafa Siðmenntar reynist merkingarlaus hvort sem fallist er á hana eða ekki. Á hvorn veginn sem er á veraldleg heimsskoðun – eða leikreglur, eins og það er orðað – ekkert sérstakt tilkall til hins opinbera sviðs.

6. Frelsi hverra?

Hverju sem þessu líður er það auðvitað svo að það samfélag er óhugsandi sem ekki ber vitni um einhverja eða einhverskonar lífsskoðun sem byggt er á, hvort sem hún fer leynt eða ljóst. Hún getur verið veraldleg, trúarleg eða blanda af því tvennu, ógreinileg eða samsett úr ólíkum þáttum úr ólíkum áttum. En samfélag sem endurspeglar ekki viðhorf þeirra sem samfélagið samanstendur af, þ.e. fullkomlega hlutlaust samfélag, er blekking. Að gera kröfu um að samfélag endurspegli enga heimsskoðun er fráleitt. Við getum eins reynt að sjá fyrir okkur samfélag manna án andlits, án orða, án hugsana, án tilfinninga – einskismannssamfélag, ef svo má segja.

Hvar stöndum við þá?

Hér skal tekið undir það að hinu opinbera skal ekki vera stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem eru bindandi fyrir alla þegna. En undir þær „forsendur“ falla auðvitað ekki eingöngu heimsskoðanir eða lífsviðhorf sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi. Slíkt samfélagslegt fyrirkomulag er í raun kristið í eðli sínu enda má lesa það út úr orðum Jesú Krists, sem sagði: „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ (Mark 12.17)

En af því leiðir alls ekki að „trú“ og hið „trúarlega“, eins og það er venjulega skilið, eigi ekki vera sýnilegur þáttur í samfélaginu, eða eigi ekki að fá að láta til sín taka á opinberum vettvangi þess og hafa þar áhrif.(3) Að girða „trú“ og hið „trúarlega“ af með einhverjum hætti, gera það hornreka í samfélaginu, og leitast við að þagga niður rödd þess, eins og lesa má út úr yfirlýsingu Siðmenntar (og ályktun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar), gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar. Slíkt er, þegar allt kemur til alls, tilraun til að svipta fólk þeim réttindum, með það að marki að gera eigin skoðunum og viðhorfum hærra undir höfði og skipa þeim í öndvegi innan samfélagsins.

7. Grundvöllur raunverulegs frelsis

Ef kristið fólk lætur ýta sér og trú sinni út af hinu opinbera sviði og lætur telja sér trú um að það sé fyrir, skapast raunveruleg hætta á að það renni saman við þau viðhorf og áhrif sem móta umhverfi þess og samfélag að öðru leyti og virðast viðtekin og sannfærandi. Afleiðingar þess eru, þegar allt kemur til alls, trú sem ristir grunnt og Kristur sem er aðeins skugginn af því ljósi sem honum ber að vera í lífi hins trúaða.

Í fjallræðu sinni minnir Kristur á að menn kveikja ekki ljós og setja undir mæliker heldur á ljósastiku svo það lýsi öllum í húsinu. Að sama skapi ber okkur að láta ljós okkar lýsa meðal mannanna (sbr. Matt 5.15-16). Í huga kristins manns er Kristur sjálfur ljós heimsins og lífsins. Með þessum orðum er kristið fólk minnt á að trú þess á að vera hluti af lífinu öllu ekki aðeins hluta þess.

Að skorða fólk af eða takmarka það í þeim efnum getur aldrei samrýmst því viðhorfi að „sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi“ teljist til almennra lýðréttinda sem beri að standa vörð um. Sú hugmynd að raunverulegt frelsi og réttindi séu til felur í raun í sér að til sé algilt siðalögmál sem standi ofar ráðandi viðhorfum og skoðunum hvers tíma. Siðferðileg sjálfshyggja getur því aldrei samrýmst lýðræði. Ef það er ekkert innbyggt siðalögmál í huga og hjarta mannsins snýr sérhvert samfélag sér einfaldlega í þá átt sem ríkjandi viðhorf benda. Og án algilds siðalögmáls hverfur grundvöllur fólks til að tefla viðhorfum sínum fram sem réttum eða sönnum.

Sú hugmynd að maðurinn hafi mannréttindi og raunverulegt frelsi og gildi fellur betur að þeirri heimsskoðun sem grundvallast á tilvist Guðs sem skapara er stendur utan og ofan við sköpun sína en hefur sett henni tiltekið lögmál, heldur en guðlausri heimsskoðun þar sem maðurinn hefur sjálfdæmi þegar kemur að góðu og illu, réttu og röngu, og mótar hugmyndir sínar um frelsi og réttindi í deiglu tíðarandans hverju sinni.

___________________________

(1) Þessi þróun er mjög langt gengin víða í Evrópu. Þannig vakti það mikla athygli árið 1999 í Bretlandi, svo dæmi sé tekið, þegar Glenn Hoddle, sem þá var þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, var rekinn úr starfi fyrir að láta hafa eftir sér ummæli er lutu að trúarlegum viðhorfum hans og ýmsum þótti mjög umdeild. Annað dæmi má nefna þegar starfsmanni British Airways var bannað að láta sjást í kross er hann bar um hálsinn þegar hann var við vinnu. Starfsmaðurinn skaut máli sínu til dómstóla en tapaði.

(2) Hins vegar er það svo að Siðmennt, þótt félagið gangist sennilega aldrei við því, fylgir vissulega „trúarsetningum“, þ.e. tilteknum staðhæfingum eða viðhorfum, sem grundvalla þá heimsskoðun sem félagið byggir starfsemi sína á – m.a. þær athafnir sem það stendur fyrir.

(3) Í þessu samhengi má nefna skýrslu Evrópuráðsins frá 8. júní 2007: „State, religion, secularity and human rights“, þar sem slíkum viðhorfum er réttilega haldið til haga.

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 20.10.2010 - 15:14 - Lokað fyrir ummæli

Racism and discrimination in Iceland

Oct. 19th. 2010

Iceland and Racism.  A lecture in an Enar NGO´S meeting in Reykjavik.

Mr. Chair and others at this meeting.

Introduction

I will in this lecture talk about the main actors in Icelandic society in the fight against racism and discrimination as I see it.

I remember old ladies, grand old ladies living in the south of Iceland who were afraid of foreigners.  The reason in part at least that in the seventeen century raiders from Alsir kidnapped people living near the south coast burned houses and killed people. An old saga from this time tells about a heroic act of the farmers when they, many together killed a black troll who survived a ship wreck, probably the only survivor.  This xenophobia towards foreigners reached its peak when the Icelandic government requested of the government of the United States that no black people would be in the army in Keflavik and this happened 70 years ago. The reason was that Icelandic authorities were afraid that, coloured bastards“that is people neither white nor black would be born and grow up in Iceland.

It was just after 1990, that people from all over the world began to move to Iceland.  Up until then foreigners (at least visible foreigners) living here (temporary) were mostly a few basketball players usually one in each of the best teams – usually big men resembling the troll from the ship wreck, and they were much better than the other players. But if they were not good enough they were sent back home with the next plane as a faulty merchandise and things are still that way.

Multicultural society is therefore new for us.  Perhaps 10 -15% of the population is now of foreign origin (has moved to Icland and their kids), people from European Union countries and also people from mainly Asia, the Philippines, and Thailand etc.

Small village

In most small villages around Iceland live goes rather smoothly.  People are friendly towards each other.  In my village where the proportion of those from abroad is rather high there is integration going on slowly but surely.  In the schools the young students are remarkable. I don’t see the problems any more that we used to have where students called the new ones bad names.  The fight in the schoolyard does not follow ethnic lines. But the main danger in my small will age is that people of foreign origin are all in low paid jobs.  They don’t integrate into the administration, neither on the public sector nor in the companies. We all know the long time danger in this.  This is generally the pattern in Iceland. People from abroad do not integrate into, higher“levels of society, they are not seen as medical doctors, as journalists, as politicians.

Obvious racism

There is though obvious racism in Iceland as we all know. We have a lot of examples of verbal abuse and also physical violence.  The media has not grown up. Many directors of the media do not understand the necessity not to mention where people are from when criminal acts are reported. In a strange twist the state radio has, if the crime was particularly heinous, sometimes ended up by adding that the offenders were Icelandic. The subtext being that those crimes are generally only committed by foreigners. The subliminal propaganda of such presentation leaves the listener in no doubt that violent crime is a problem associated with foreigners even though the vast majority of such crime is committed by Icelanders.

Main actors!

But who are the main actors in the fight against racism and discrimination in Iceland? There are almost no organisations in Iceland that have a specific brief to fight against racism and discrimination.  Most of the actors have general human rights on their agenda for example; The Icelandic Human Rights Centre.  The purpose and aim of the Centre is to promote human rights. In their agenda they don’t mention the fight against racism and discrimination at all, although that noble task is of course well within its remit as the promoters of the European Convention of Human Rights. Many other organisations wishing to support human rights are members of the Human Rights Centre. These organisations are diverse, for example; The Icelandic Church which has the main task of promoting Christianity and Amnesty International whose main objective is to free prisoners of conscience or those persecuted for political believe. Then you have the Red Cross which is of course an important player in the general human rights field—woman right organisations and gender equality organisation and there are many other organisations, fourteen I think altogether.

We also used to have the International House in Reykjavik, The Multicultural Centre in Isafjordur and Intercultural Iceland.  These are very important institutions in promoting multicultural society. ECRI, The European Commission against Racism and Intolerance, the main body within the council of Europe in the fight against racism and discrimination, puts a particular emphasise on the type of work these  organisations are engaged in, as a way to promote tolerance and reduce discrimination. We can also mention organisations that represent possibly vulnerable groups such as the Association of Muslims in Iceland which of course have fight against racism and discrimination thereof on their agenda.

I will not forget quite possibly the only association in Iceland which supports multicultural society by fighting against racism– Panorama Iceland. It is probably the only association in Iceland which has this struggle as its main task.  Its promoter or head Akeem Cujo Oppong is also one of very few who write regularly in Icelandic newspapers about racism, he appears on TV with, I believe weekly interviews and discussion about racism and discrimination. Very few people write about Racism in the newspapers on a regular basis.  Another person who does is Toshiki Toma a Japanese born priest in the Church of Iceland with the special task of being priest for immigrants. These two are no doubt some of the main individual actors in the fight against racism and discrimination in Iceland.

I believe that NGOs in Iceland are in great need of adequate funds. The Human Rights centre was funded directly by the government, now this is partly the case.  In practice this means that this organisation has to apply for funds from the justice minister on an issue by issue basis.  Not western thinking at all.  The prominent International House in Reykjavik fought  for its existence for a  decade but has vanished lacking money from the municipal authorities which did not show  great enthusiasm in supporting this organisation despite the fact that it has been praised by for example ECRI.

It is very important that Icelandic authorities ensure that Organisations active in the field of promoting and protecting human rights, including combating racism and racial discrimination, receive adequate public funds for their work and those funds are made available to Them in a manner that guarantees their independence and effectiveness.

The administration

Then I have to talk about the other side; the administration and the government. The fight against racism and discrimination does not have a high enough priority within the administration.  There is no special office or department for immigrant issues in either the ministry of welfare or the ministry of the interior.  In both ministries there are just few people with this huge task and they are not directors running a special department within the ministry, they consequently have little real power.  These few people have to deal with all aspects of immigrant issues. It seems obvious that there is a real need for a special department to deal with issues of racism and discrimination.  I think it is very important to give this fight a better status within the administration. There is an immigration council working on behalf of both ministries but it does not have a high profile either.

You can say the same thing about others areas within the administration.  We have for example no ombudsman with the special task of fighting racism and discrimination.  ECRI has strongly recommended that a special ombudsman should be in every country with this main task of fighting racism. The arguments are that multi task ombudsman and their staffs are never as vigilant in the fight against racism and discrimination as they should be if they are ombudsmen for human rights in general or even more general ombudsmen.

ECRI has strongly recommended that the Icelandic authorities establish a specialised Body to combat racism and racial discrimination at national level.

The constitution

ECRI has also encouraged the Icelandic authorities to strengthen the protection provided by the Icelandic Constitution against racism and racial discrimination.

It stresses the need for constitutions to enshrine the principle of equal treatment and the commitment of the State to promote equality as well as the right of individuals to be free from discrimination on grounds such as race, colour, language, religion, nationality or national or ethnic origin.

It is vital to mention this in the eve of Constitutional Assembly. This assembly is a body of people which has as its remit the rewriting of the Icelandic constitution.

No comprehensive law

I must mention that there is no comprehensive civil and administrative body of anti-discrimination legislation in Iceland covering the necessary aspects of law, from employment to education, housing, health, goods and services intended for the public and public places, exercise of economic activity and public services etc.

This is very important and has often been recommended by international human rights institutions. It is both important for the victims to know their rights and for the Judges to know how to judge.

Conclusion

My conclusion is this: We in Iceland are far from doing the best we can in the fight against racism and discrimination.  Very few NGO´S are working directly in this fight.  We have many human rights groups but they are very broadly based and they lack money and their independence is in question. The main players are Panorama Iceland with Akeem and the priest Toshiki Toma. Most NGO´S are too broadly based.

At the governmental level we need a better platform for this fight.  This fight should have special departments within the ministries. We need a comprehensive civil and administrative body of anti discrimination legislation covering all fields of life, from employment to education, housing, health, goods and services intended for the public and public places, exercise of economic activity and public services.

We should have politicians who understand the importance for Icelandic society to make it free of racial prejudices and discrimination. We also need a special ombudsman in this field as ECRI has recommended.  It does not have to be a big institution, just two or three people to begin with.

We need sharper NGO´S and we need a better administration which listens to the NGO´s and international organisations such as ECRI.

There are signs of a general rise in racist violence in Europe. “In the last year there has been a hardening of the immigration debate and a rise in xenophobic and intolerant attitudes in general, including virulent verbal attacks and violent incidents“.

In times of economic crises we have to be vigilant. It is a turbulent time for vulnerable groups. – In particular the rise in unemployment and cuts to social services affects such groups.

Therefore it is vital to effectively prevent and combat racism, intolerance and xenophobia, and to fill the legal gaps that still exist. That should be the challenge for the Icelandic authorities.

It is a shame that 29 out of 47 states in Europe have not ratified Protocol 12 of the European Convention on Human Rights, which prohibits discrimination in general.  Iceland is among those who have not yet ratified the protocol.

I would like to end by saying that it is imperative that NGO‘S be vigilant and work together in strengthening international connections. I thank the conference and all those present today for the opportunity of airing these issues.

(The author is a member of ECRI appointed by the Icelandic government)

Baldur Kristjánsson is a Th. M from Harvard University

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 18.10.2010 - 17:45 - 25 ummæli

Mannréttindi og kristindómur!

Er Mannréttindanefnd Reykjavíkur að fara fram úr sér með nýjustu tillögum sínum sem margir hafa andmælt? Þegar nefndin sem ég starfa í ECRI kom hér síðast 2006 gerði hún þessar athugasemdir en ekki aðrar hvað varðar trúmál og skóla:

  ,,ECRI reiterates its recommendation that the Icelandic authorities ensure thatchildren who do not wish to attend classes in “Christianity, Ethics and Religious Studies” are provided with alternative classes and ensure that all children are given genuine opportunities to learn about different religions and faiths. ECRI stresses the need for any initiatives taken to this end to be reflected in the selection and training of teachers as well as in teaching materials.“

Sérfræðingarnir í ECRI sjá mismunun alls staðar þar sem hún er í boði en nefndarmönnum virðist ekki hafa verið mjög brugðið í þessum efnum hér.

 Því spyr ég hvort að sérfræðingarnir hjá Reykjavíkurborg séu ekki að fara fram úr sér.

Auðvitað á ekki að kenna í Jesú nafni eða hefja kennslustundir með faðirvori.  En mál er varða jóalumstang, heimsóknir í kirkjur, frí til að fara í Vatnaskóg má leysa í skynsemi, samtali, tilhliðrun og kurteisi fólks sem gerir sér grein fyrir því að við gerum kröfu um skóla sem gerir öllum jafnt undir höfði (eins og Jesú gerði!) en áttum okkur á því að kristnin hefur öðru fremur mótað grunngildi þjóðar og er samofin menningu hennar og þess vegna út í hött að umgangast hana eins og heitan graut.

(Höfundur, síðueigandi,er sérfræðingur í ECRI (European Commission against Racism and Intolerance-nefndar á vegum Evrópuráðsins.)

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 14.10.2010 - 18:51 - 16 ummæli

Var Bjarni Harðarson hæfastur?

Bjarni Harðarson var örugglega einn hæfasti ef ekki hæfasti umsækjandinn  um stöðu upplýsingafulltrúa.  Fyrir utan feril sem ritstjóri og blaðamaður meira og minna síðustu 30 árin er Bjarni rithöfundur, hefur háskólapróf í Þjóðfræði og háskólanám í fleiri fögum, hefur þriggja áratuga reynslu af félagsmálum og óumdeilda reynslu í stjórnmálum, er vel gefinn,  bráðvel að sér, þrælglöggur og hraðvirkur.  Ég sé ekki í fljótu bragði nokkurn sem hefði faglega betur verið kominn að þessari stöðu.

Hitt er annað að Vinstri Grænir virðast ekki gera sér grein fyrir því hvað felst í faglegu ferli.  Faglegt ferli felst í því að menntun, starfsreynsla og almenn hæfni er metin af hlutlausum aðilum.  Þar er ekki einblínt á menntun og starfsreynslu heldur allan pakkann.  Hefði Jón Bjarnason sett ráðninguna í slíkt ferli hefði hann eflaust fengið hæfasta umsækjandann Bjarna Harðarson.  Í  staðinn er ráðning hans enn eitt dæmið um að við þurfum að ganga í ESB þó ekki væri nema til að aga menn eins og Jón Bjarnason.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 14.10.2010 - 09:24 - 9 ummæli

Hin hræðilega ESB leyniþjónusta!

Áður var það ESB her, nú er það ESB leyniþjónusta.  Í hvaða forað er þetta fólk lent? Það ætlar með kjafti og klóm, með öllum meðulum að koma í veg fyrir það að kjör almennings batni, mannréttindi verði betur virt og að Ísland taki fullan þátt í samvinnu fullvalda þjóða í Evrópu eins og það samstarf er að þróast í upphafi 21. aldar.  Það berst fyrir því að vera alveg heima í skuldafangelsinu, tryggja íslenskt mataræði og íslenskan klíkuskap og íslensk ófaglegheit.

Innan Evrópuráðsins og Evrópusambandsins hafa verið stigin öll marktæk skref hvað varðar frelsi og réttlindi einstaklingsins í okkar heimshluta síðustu fimmtíu árin. Öll marktæk skref í neytendavernd, öll marktæk skref í vinnulöggjöf.  Ísland hefur alltaf dragnast á eftir- aldrei verið á undan. Oft móast við. Sem betur fer verðum við að fylgja Evrópu nú þegar í flestu.  Hvað gengur heiðarlegu vinstra fólki til?

Og þess utan.  Telur fólk mögulegt að Ísland hafi annað eftirlits og öryggiskerfi með glæpamönnum en önnur ríki Evrópu. Ætlum við að verða himnaríki glæpanna?

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 12.10.2010 - 16:20 - 9 ummæli

Alið á andúð?

Datt aðeins í það að horfa á þingið.  Einar Guðfinnsson og Vigdís Hauksdóttir að tala um makrílinn.  Hvílíkt offors, hvílíkt orðbragð hjá þeim báðum tveimur.  Þarna var blygðunarlaust alið á andúð á öðrum ríkjum. ESB teiknað upp sem eitthvað skrímsli.  Ég hélt að fólk talaði ekki svona lengur. Ég hélt að tímabil hófstillingar og skynsamlegra raka væri runninn upp.  Ég held að mannkynið megi þakka fyrir að þarna voru fulltrúar smáríkis á ferð en ekki fulltrúar herveldis. Hvernig væri heimurinn ef allir létu svona?  Sjálfsagt er það mat þessa ágætisfólks að þetta gangi í lýðinn.  Er það virkilega svo?

Sjálfur kýs ég Ciceró frekar en Cesar.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 11.10.2010 - 14:33 - 6 ummæli

Vinstri stjórn og réttlæti!

Spurningin um niðurfærslu á verðtrryggðum lánum sem hafa fokið upp úr öllu valdi er fyrst og fremst spurning um réttlæti.  Réttlæti milli hópa í þjóðfélaginu.  Hverjir eiga að borga hrunið? Eiga það að vera fjármagnseigendur eða eiga það að vera skuldarar? Flestir eru sitt lítið af hverju reyndar. Eins og staðan er í dag finnst  íbúðareigendum með verðtryggð lán þeir vera í sporum fórnarlamba. Þeir hafa séð eigarhlut sinn brenna upp.  Bæði þeir sem eru illa staddir og þeir sem eru þolanlega eða vel staddir. Það þarf að koma í veg fyrir að einum hópi finnist hann vera fórnarlamb hrunsins umfram aðra hópa.  Það étur þjóðfélagið  innanfrá. Sem betur fer er hér vinstri stjórn og henni ætti að vera treystandi til að spila þannig úr málum að réttlætistilfinning ríki.

Flokkar: Óflokkað

Höfundur