Sunnudagur 13.03.2011 - 14:05 - FB ummæli ()

Krónan í kennitöluflakk?

Ekki sá ég Silfur Egils áðan. Yfirleitt horfi ég á það þegar það er endurtekið á kvöldin.

En mér skilst að Lilja Mósesdóttir hafi þar lagt til, til að leysa hin íslensku efnahagsvandamál, að skipta um nafn á krónunni!

Fjárfestar hefðu svo lélegt minni, að fyrr en varði myndu þeir ekki fatta að „íslenska evran“ væri bara gamla „góða“ íslenska krónan.

Þetta er eitthvað það furðulegasta sem ég hef heyrt.

Einmitt núna, þegar við ættum öll að sameinast um að reyna að sporna gegn kennitöluflakki – þá stingur hagfræðingurinn upp á að skipta um kennitölu á íslensku krónunni!

Jahérna hér, eins og amma Elísabet mundi sagt hafa.

Það væri nú aldeilis traustvekjandi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!