Mánudagur 14.03.2011 - 18:13 - FB ummæli ()

Hvers vegna þessi laun?

Í „góðærinu“, þá var okkur sagt að yfirmenn fjármálafyrirtækja og bankastjórnendur á Íslandi væru svo svakalega færir í sínu starfi að það dygði ekki annað en borga þeim margar milljónir á mánuði í laun.

Í ljós kom að það var ekki rétt.

Núna kemur á daginn að það fólk sem situr í slitastjórnum bankanna gömlu hefur svona að meðaltali 6 milljónir á mánuði í laun.

Vill einhver vera svo elskulegur að útskýra fyrir mér hvernig standi á því?

Án þess að vísa í erlenda kröfuhafa sem alveg endilega krefjist þess að þetta góða fólk hafi svona há laun?

Þetta fólk lifir á hræjum bankanna sem felldu um koll íslenskt samfélag, svo það hlýtur bara að vera hægt að koma því svo fyrir að íslenskt samfélag fremur en örfáir einstaklingar græði eitthvað á því sem þessir bankar eru að bralla.

Ef viljinn væri fyrir hendi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!